Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 31. ágúst 2020 13:46
Elvar Geir Magnússon
Mourinho slökkti á sjónvarpinu - Sagður vera kominn yfir sitt besta
Atriði úr Amazon Prime heimildarþáttunum 'All or Nothing' hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Þar sést Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vera á skrifstofu sinni og reiðast þegar sérfræðingur í sjónvarpinu segir að hann sé kominn yfir sitt besta.

Verið er að ræða stjóraskiptin þegar Tottenham tók þá umdeildu ákvörðun að reka Mauricio Pochettino og ráða Jose Mourinho.

Mourinho heyrir umræðu um hvort Tottenham vilji spila fótbolta að hætti Mourinho og talað er um að hann sé kominn yfir sitt besta. Þá stendur Mourinho upp og slekkur á sjónvarpinu.

Atvikið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner