Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. október 2020 14:48
Hafliði Breiðfjörð
Magni vonar að ákvörðun KSÍ verði felld úr gildi
Lengjudeildin
Magni féll í 2. deildina í gær eftir ákvörðun KSÍ að slaufa Íslndsmótinu.
Magni féll í 2. deildina í gær eftir ákvörðun KSÍ að slaufa Íslndsmótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá höfuðsstöðvum KSÍ.
Frá höfuðsstöðvum KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn Magna sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem félagið harmar þá ákvörðun KSÍ að hætta keppni í Íslandsmótum- og bikarkeppni KSÍ. Í yfirlýsingunni segist Magni styðja við ákvörðun KR að vísa ákvörðuninni til áfrýjunardómstóls KSÍ.

Félagið segir ennfremur að það telji verulegan vafa leika á því að ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og voni vegna þess að hún verði felld úr gildi.

Í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í gær þar sem íþróttaiðkun var bönnuð til 17. nóvember vegna heimsfaraldurs Covid-19 ákvað KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu og aflýsa þeim leikjum sem eftir stæðu. Magni féll þar með úr Lengjudeildinni með 12 stig og lakari markatölu en Þróttur sem hafði jafnmörg stig en hélt sér uppi. KR missti með sama hætti af Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni en félagið tilkynnti í dag að að muni vísa málinu til áfrýjunardómstóls KSÍ..

Sjá einnig:
KR vísar ákvörðun KSÍ til áfrýjunardómstóls

Yfirlýsing stjórnar Magna
Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ.

Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ.

Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi.

Stjórn Íþróttafélagsins Magna
Athugasemdir
banner
banner
banner