Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   lau 08. júní 2013 17:14
Magnús Már Einarsson
Nigel Quashie: Væri ekki verra ef ég hefði hjólastól
Nigel Quashie.
Nigel Quashie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það væri ekki verra ef ég hefði hjólastól til að komast í burtu," sagði Nigel Quashie þreyttur en léttur í bragði eftir 4-2 sigur BÍ/Bolungarvíkur á Fjölni í Grafarvogi í dag.

,,Svona sigrar gera mann þreytta, þetta var mikil vinna en strákarnir eiga hrós skilið. Þetta var fyllilega verðskuldað," bætti Quashie við en hann skoraði tvívegis í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  4 BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík skaust á toppinn með sigrinum í dag en liðið er með tólf stig eftir fimm umferðir.

,,Þú færð ekki þessi stig ef þú vinnur ekki fyrir þeim. Við erum með mikla vinnusemi í hópnum og þjálfarinn hefur sagt til hvers hann ætlast. Við eigum leikmenn sem geta komið inn ef það eru meiðsli og við eigum góða leikmenn í 2 og 3. flokki."

,,Ég kom til að hjálpa í unglingastarfinu og þeir sem sjá um það hafa unnið frábært starf. Liðsandinn er frábær hjá félaginu,"
sagði Quashie sem kann vel við sig á Vestfjörðum.

,,Það hefur allir gert sitt til að hjálpa mér að aðlagast, leikmennirnir, þjálfarinn og stjórnin. Þetta er fallegur staður og það er gott að vera búinn að aðlagast þannig að ég get farið brosandi í vinnuna á hverjum degi."

Quashie fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í leiknum í dag sem þýðir að hann er á leið í leikbann. Hann mun spila gegn ÍBV í Borgunarbikarnum á fimmtudag og taka síðan bannið út í þarnæsta leik gegn KF.

Í viðtalinu að ofan talar Quashie um gula spjaldið og margt fleira.
Athugasemdir
banner