Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. mars 2012 19:05
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Heimasíða Liverpool 
Dalglish: Við vorum þreyttir
Mynd: Getty Images
Það var ekki glatt yfir Kenny Dalglish, stjóra Liverpool, eftir óvænt 2-1 tap gegn Wigan á Anfield fyrr í dag.

Þetta var þriðji leikur liðsins á sjö dögum og segir Dalglish það eiga sinn þátt í því hvernig leikurinn fór. 

,,Mér fannst við vera þreyttir. Við höfðum boltan mikið í leiknum en við misstum hann oft frá okkur á hættulegum stöðum. Það gerðist ekki því við getum ekki spilað, heldur vorum við þreyttir," sagði Dalglish.

,,Þegar það er spilað sunnudag-miðvikudag-laugardag, þá tekur það sinn toll. Margir leikmenn spiluðu alla leikina og það er ástæðan fyrir frammistöðunni."

Lee Mason, dómari leiksins, gaf Wigan vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Martin Skrtel sparkaði í maga leikmanns Wigan sem var á undan í boltann. Í síðari hálfleik var síðan mark dæmt af Liverpool, en boltinn fór greinilega af hendi framherjans Luis Suarez í netið.

Staðan þegar markið var dæmt af var 1-1 og hefði markið breytt miklu í leiknum ef það hefði staðið. Dalglish var hinsvegar ósammála dómnum og vildi að markið hefði staðið.

,,Það skiptir ekki máli hvort maður spili vel eða ekki, maður þarf smá heppni stundum  og það er engin ástæða fyrir því að seinna markið var dæmt af."

,,En við stjórnum ekki dómurunum, við stjórnum okkur sjálfum. Við munum núna setjast niður og koma okkur af stað að nýju. Við eigum núna  vikufrí  fyrir leikinn gegn Newcastle á sunnudaginn eftir viku og við munum gera gott úr þeim leik," sagði Dalglish að lokum.

Eftir leikinn í dag situr Liverpool í 7. sæti. Draumurinn um sæti í Meistaradeildinni að ári virðist úr sögunni, en 13 stig aðskilja Liverpool og Tottenham sem situr í 
Athugasemdir
banner
banner