City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 26. ágúst 2013 13:44
Magnús Már Einarsson
Rúrik handarbrotinn - Sagt að fá sér spelku og spila
Mynd sem Rúrik setti á Instagram í dag.
Mynd sem Rúrik setti á Instagram í dag.
Mynd: Instagram
Rúrik Gíslason, leikmaður FC Kaupmannahafnar, handarbrotnaði í 1-1 jafntefli liðsins gegn Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

,,Það var brotið á mér og ég datt illa á hendina. Þetta er pirrandi en það er betra að þetta sé hendin en fóturinn," sagði Rúrik við Fótbolta.net í dag.

Rúrik reiknar ekki með að missa af neinum leikjum þrátt fyrir meiðslin.

,,Ég verð ekkert frá. Ég fæ engan valkost. Þjálfarinn sagði: drullastu til að láta gera spelku og sýndu að þú sért með íslenskt attitude."

Rúrik verður því klár í slaginn þegar íslenska landsliðið mætir Sviss og Albaníu í undankeppni HM í byrjun næsta mánaðar.
Athugasemdir
banner