Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 30. júní 2014 15:37
Magnús Már Einarsson
FH með Belga á reynslu
Hendrickx í baráttu við gömlu kempuna Giovani van Bronckhorst í góðgerðarleik í maí síðastliðnum.
Hendrickx í baráttu við gömlu kempuna Giovani van Bronckhorst í góðgerðarleik í maí síðastliðnum.
Mynd: Getty Images
Belgíski hægri bakvörðurinn Jonathan Hendrickx er þessa dagana til reynslu hjá FH. Þetta staðfesti Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Fótbolta.net í dag.

Henridkx er fæddur árið 1993 en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Fortuna Sittard í hollensku B-deildinni.

Hendrickx kom til FH-inga fyrir helgi og mun æfa áfram með liðinu næstu dagana.

Guðjón Árni Antoníusson, hægri bakvörður FH, hefur ekkert verið með liðinu síðan í maí vegna höfuðmeiðsla og afar ólíklegt er að hann komi meira við sögu í sumar.

Jón Ragnar Jónsson hefur leikið í hægri bakverðinum lengst af síðan Guðjón Árni meiddist en miðvörðurinn Sean Reynolds hefur einnig spilað þar.
Athugasemdir
banner
banner