banner
   fim 10. desember 2015 11:11
Magnús Már Einarsson
Arnór Smárason til Hammarby (Staðfest)
Mynd: Hammarby
Sænska félagið Hammarby hefur fengið Arnór Smárason í sínar raðir frá Helsingborg.

Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Hammarby.

„Ég er stoltur og glaður að vera kominn til Hammarby," sagði Arnór eftir undirskrift.

Arnór er Skagamaður og hefur verið á mála hjá Helsingborg síðan 2013 en var lánaður til rússneska félagsins Torpedo Moskvu fyrr á árinu.

Hinn 27 ára gamli Arnór átti ár eftir af samningi sínum við Helsingborg en félagið ákvað að selja hann.

Hjá Hammarby hittir Arnór fyrir íslensku landsliðsmennina Ögmund Kristinsson og Birki Má Sævarsson. Þá hefur sænska félagið verið í viðræðum við Breiðablik um kaup á U-21 árs landsliðsmanninum Höskuldi Gunnlaugssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner