Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 17. júlí 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur Yrsa spáir í 10. umferð Pepsi-kvenna
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV vinnur og Sísí Lára skorar sigurmarkið samkvæmt spá Gunnhildar.
ÍBV vinnur og Sísí Lára skorar sigurmarkið samkvæmt spá Gunnhildar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ingibjörg Sigurðardóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í leiki síðustu umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ætlar að gera betur fyrir 10. umferðina sem hefst í kvöld.



Þór/KA 2 - 1 Grindavík (klukkan 18:00 í kvöld)
Þór/KA er í hörkubáráttu um titilinn og þarf á þessum þremur stigum að halda. Þetta verður hörkuleikur, Grindavík er búið að koma á óvart og standa sig mjög vel i seinustu leikjum.

KR 1 - 2 ÍBV (klukkan 18:00 í kvöld)
KR er búið að vera í svolitlum vandræðum og ÍBV hafa verið óheppnar með meiðsli. Þetta verður baráttuleikur en Sísí Lára mun eiga sigurmarkið.

FH 1 - 3 HK/Víkingur (klukkan 19:15 í kvöld)
HK/Víkingur hefur staðið sig mjög vel í sumar. Þetta verður mjög mikilvægur leikur fyrir FH til að koma sér úr fallbaráttunni. Stefanía Ásta setur allavega eitt fyrir HK/Víking.

Breiðablik 0 - 1 Stjarnan (klukkan 19:15 á morgun)
Toppbaráttuleikur! Bæði liðin þurfa á sigri að halda, Breiðablik til að halda toppsætinu og Stjarnan til að halda sér í toppbarátunni. En Stjarnan vinnur í lokin með utanfótarskoti frá Ásgerði Stefaníu.

Selfoss 0 - 2 Valur (klukkan 19:15 á morgun)
Það hefur verið stígandi í leik Selfoss eftir erfiða byrjun en það verður ekki nóg til að stoppa Val. Fanndís verður með leikheimild i þessum leik, og hún kemur hungruð inn í þetta og skorar. Elín Metta skorar líka, með skalla eftir fyrirgjöf frá Hallberu.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Toyota - Markaðurinn lokar 17

Fyrri spámenn:
Glódís Perla Viggósdóttir (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (2 réttir)
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner