Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
   fim 23. ágúst 2018 12:15
Elvar Geir Magnússon
Þjóðadeildin - Nýtt útskýringarmyndband frá UEFA
Icelandair
Á morgun mun Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, opinbera sinn fyrsta landsliðshóp. Framundan eru tveir fyrstu leikir Íslands í Þjóðadeildinni, gegn Sviss ytra þann 8. september og svo gegn Belgíu heima þann 11. september.

Þetta eru þjóðirnar þrjá sem skipa einn af riðlunum í hinni nýrru Þjóðadeild UEFA en í spilaranum hér að ofan má sjá nýtt utskýringarmyndband varðandi keppnina.

Þjóðadeildin þýðir að...
- Keppnislandsleikjum fjölgar en tilgangslausum vináttuleikjum fækkar mikið.
- Landslið leika gegn liðum að svipuðum styrkleika.
- Keppnin inniheldur að lið komist upp um deild og falli niður um deild.
- Hægt er að vinna aukasæti í lokakeppni EM 2020.
- Ekki fleiri leikdagar á alþjóðlega dagatalainu.

Rætt var ítarlega um fyrirkomulega keppninnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í upphafi árs en með því að smella hérna má hlusta á þá umræðu.



Leikið er heima og að heiman í Þjóðadeildinni í september, október og nóvember á þessu ári.

Sigurliðið í hverjum riðli fer í úrslitakeppni í júní 2019 en neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild í Þjóðadeildinni. Á næsta ári fer úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar fram og Þjóðadeildameistari krýndur.

Góður árangur í Þjóðadeildinni getur svo virkað sem varaleið inn í úrslitakeppni EM ef illa fer í undankeppni mótsins.
Athugasemdir
banner