Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 23. ágúst 2018 12:15
Elvar Geir Magnússon
Þjóðadeildin - Nýtt útskýringarmyndband frá UEFA
Icelandair
Ceferin, forseti UEFA, með Þjóðadeildabikarinn.
Ceferin, forseti UEFA, með Þjóðadeildabikarinn.
Mynd: Getty Images
Á morgun mun Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, opinbera sinn fyrsta landsliðshóp. Framundan eru tveir fyrstu leikir Íslands í Þjóðadeildinni, gegn Sviss ytra þann 8. september og svo gegn Belgíu heima þann 11. september.

Þetta eru þjóðirnar þrjá sem skipa einn af riðlunum í hinni nýrru Þjóðadeild UEFA en í spilaranum hér að ofan má sjá nýtt utskýringarmyndband varðandi keppnina.

Þjóðadeildin þýðir að...
- Keppnislandsleikjum fjölgar en tilgangslausum vináttuleikjum fækkar mikið.
- Landslið leika gegn liðum að svipuðum styrkleika.
- Keppnin inniheldur að lið komist upp um deild og falli niður um deild.
- Hægt er að vinna aukasæti í lokakeppni EM 2020.
- Ekki fleiri leikdagar á alþjóðlega dagatalainu.

Rætt var ítarlega um fyrirkomulega keppninnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í upphafi árs en með því að smella hérna má hlusta á þá umræðu.



Leikið er heima og að heiman í Þjóðadeildinni í september, október og nóvember á þessu ári.

Sigurliðið í hverjum riðli fer í úrslitakeppni í júní 2019 en neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild í Þjóðadeildinni. Á næsta ári fer úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar fram og Þjóðadeildameistari krýndur.

Góður árangur í Þjóðadeildinni getur svo virkað sem varaleið inn í úrslitakeppni EM ef illa fer í undankeppni mótsins.
Athugasemdir
banner
banner