Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 06. september 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Schruns
Kári hætti við að hætta: Er kominn í svolítið annað hlutverk
Icelandair
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segist vera kominn í annað hlutverk í liðinu en áður. Reiknað er með að Sverrir Ingi Ingason taki stöðu Kára í byrjunarliðinu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar gegn Sviss á laugardaginn.

„Ég er kominn kannski í svolítið annað hlutverk. Það er svolítið erfitt stundum að taka aftursætið og reyna að hjálpa liðinu á annan hátt. Ég ætla að leggja mig allan fram við það og vonandi get ég hjálpað við það," sagði Kári í viðtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

„Ég er að sjá til þess að standardinn sé í lagi á æfingum og síðan er ég klár ef kallið kemur. Ég er að reyna að vinna fyrir sæti mínu í liðinu en ég skil vel að það þarf að yngja upp liðið og ég skil það líka."

Margir töldu að Kári myndi hætta að spila með íslenska landsliðinu eftir HM í sumar. Sjálfur segist hann hafa verið hættur.

„Ég var það í rauninni. Ég var beðinn um að halda áfram. Ég hugsaði málið og leist vel á þetta verkefni. Þetta er mitt lið og ég vil sjá þetta lið vinna. Ég held að ég geti hjálpað liðinu þó að ég spili kannski ekki hverja mínútu. Ég tel að ég geti hjálpað hvort sem ég komi inn á eða miðli af reynslu og sjái til þess að ákveðnir hlutir séu í lagi. Ég held að það sé gott fyrir liðið."

Erik Hamren tók við íslenska landsliðinu í síðustu viku og Kára líst vel á hann.

„Fyrstu kynni eru mjög góð. Hann er með ákveðinn leikstíl í huga sem hann vill sjá. Engu að síður vill hann ekki breyta of miklu í byrjun svo þetta verður keimlíkt. Við sjáum hvort við náum að gera það sem hann biður um," sagði Kári en leikmenn eru ákveðnir í að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.

„Það er baráttuhugur í mönnum og hugur í að sýna sig fyrir nýjum þjálfara og sýna hvað menn geta," sagði Kári að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner