Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 06. september 2018 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi: Getum flestallir talað við hann á sænsku
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason á æfingu í Schruns í Austurríki í morgun.
Arnór Ingvi Traustason á æfingu í Schruns í Austurríki í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfingasvæðið í Schruns.
Æfingasvæðið í Schruns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir hafa verið mjög góðir," sagði Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net aðspurður út í hvernig síðustu dagar hafa verið. Ísland hefur síðustu daga æft í litlum fallegum í Austurríki, bæ að nafni Schruns.

Leikið verður gegn Sviss í St. Gallen í Þjóðadeildinni á laugardaginn en Ísland heldur yfir til Sviss í dag.

Þetta er fyrsta verkefni Íslands undir stjórn nýrra þjálfara, Svíans Erik Hamren og Freys Alexanderssonar.

„Það koma auðvitað einhverjar breytingar og nýjar áherslur, en þær eru ekki miklar. Það er ekki ástæða til að breyta rosalega mikla, en þegar það kemur nýr þjálfari í brúnna þá kemur hann með sínar áherslur. Það hefur verið að fara yfir það á þessum dögum."

„Erik Hamren er mjög flottur. Hann er búinn að vera með okkur í þrjá eða fjóra daga og hingað til er hann mjög flottur karl og ég hlakka til að vinna með honum."

„Við getum talað saman á sænsku, eins og flestallir hérna, það kunna flestir sænsku," sagði Arnór en hann spilar með stærsta félaginu í Svíþjóð, Malmö.

Malmö á rosalegu skriði í Svíþjóð
Arnór kveðst vera í góðu standi fyrir komandi leiki gegn Sviss og Belgíu. Hann er búinn að vera að spila mikið með Malmö sem hefur verið á miklu skriði upp á síðkastið í sænsku úrvalsdeildinni eftir erfiða byrjun.

„Ég er búinn að vera að spila reglulega með Malmö. Það hefur gengið vel og við höfum ekki tapað leik eftir HM."

„Við tókum þjálfaraskipti eftir HM og breyttum leikkerfi. Það var farið yfir áherslur sem við vorum lélegir í og við bættum þær. Það hefur ekkert klikkað einhvern veginn og við ætlum að halda því áfram."

Leikurinn gegn Sviss er á laugardag. Arnór vonast til að fá einhverjar mínútur í þeim leik.

„Vill maður ekki alltaf fá að spila? Það veltur á þjálfaranum að spila manni, maður virðir þá ákvörðun sem hann tekur."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner