Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
   fim 06. september 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn B.: Viljum sýna að það virki sem hann er að gera
Icelandair
Björn Bergmann ræðir við Fótbolta.net í morgun. Hann er klár í slaginn.
Björn Bergmann ræðir við Fótbolta.net í morgun. Hann er klár í slaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson er spenntur fyrir komandi verkefni með íslenska landsliðinu. Ísland er að fara að spila við Sviss og Belgíu í A-deild Þjóðadeildarinnar, sem er ný keppni á vegum UEFA.

Smelltu hér til að sjá útskýringarmyndband frá UEFA um Þjóðadeildina.

„Það er alltaf gaman þegar landsliðið kemur saman, hitta félaga sína og hafa gaman," sagði Björn Bergmann þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir æfingu Íslands í Austurríki í dag. Ísland hefur æft í Schruns, fallegum bæ í Austurríki, en heldur yfir til Sviss í dag.

„Það er frábært að vera hérna í Austurríki. Grasið er allt í lagi, en loftið er ferskt og veðrið er gott. Þá er maður sáttur."

Það er búið að vera gaman hjá strákunum utan vallar. Þeir hjóla um bæinn og til að mynda hjóluðu þeir á æfinguna í dag. En hvað er Björn búinn að vera að gera í frítímanum?

„Voða lítið. Ég er búinn að spila, leggja mig, fara í nudd - allt sem manni dettur í hug. Við fórum nokkrir upp á fjöllin í fyrradag og þar var frábært útsýni."

Ísland mætir Sviss í St. Gallen næstkomandi laugardag.

„Þeir verða erfiðir, en við erum klárir í þetta. Við viljum sýna að það sem nýi þjálfarinn er að gera, að það virki. Við förum á fullum krafti inn í þennan leik."

„Sviss er topplið, en við erum það líka."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner