Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
   fim 06. september 2018 18:11
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin: Var fyrst erfitt að eiga samskipti við Rússana
Icelandair
Hörður Björgvin segist klár í landsleikinn gegn Sviss.
Hörður Björgvin segist klár í landsleikinn gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvarnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Byrjað var á því að spjalla við Hörð um skipti sín yfir til CSKA Moskvu i sumar, skipti sem hann segist gríðarlega ánægður með.

Þetta er allt öðruvísi en í Bristol og menningin allt önnur. En það er gaman að koma inn í nýja menningu og upplifa nýtt tungumál," segir Hörður.

En hvernig hefur verið að aðlagast fótboltanum í Rússlandi?

„Minn fyrsti æfingaleikur var ekki spes og það var erfitt að eiga samskipti við Rússana, þeir eru ekki mikið að tala ensku. En það hefur allt verið upp á við. Hópurinn okkar er ungur og ég er einn sá elsti og reynslumesti í liðinu."

CSKA Moskva er í riðli með Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu en dregið var í vikunni.

„Þetta er gríðarlegt tækifæri, eitthvað sem maður fær ekki oft á ferlinum. Maður verður bara að njóta og reyna sitt besta."

Ég er klár
Ísland mætir Sviss á laugardaginn, Hörður hefur verið að glíma við meiðsli og íhugaði að gefa ekki kost á sér í verkefnið vegna meiðsla sinna. Verður hann með í komandi leik?

„Við erum það heppnir að vera með mjög gott læknateymi og ég ræddi við það. Þeir skoðuðu þetta vel og nú er ég byrjaður að æfa með liðinu, ég er klár. Ég er spenntur fyrir þessum leik og nú sjáum við hvort ég verði í liðinu," segir Hörður.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner