Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 06. september 2018 18:11
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin: Var fyrst erfitt að eiga samskipti við Rússana
Icelandair
Hörður Björgvin segist klár í landsleikinn gegn Sviss.
Hörður Björgvin segist klár í landsleikinn gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvarnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Byrjað var á því að spjalla við Hörð um skipti sín yfir til CSKA Moskvu i sumar, skipti sem hann segist gríðarlega ánægður með.

Þetta er allt öðruvísi en í Bristol og menningin allt önnur. En það er gaman að koma inn í nýja menningu og upplifa nýtt tungumál," segir Hörður.

En hvernig hefur verið að aðlagast fótboltanum í Rússlandi?

„Minn fyrsti æfingaleikur var ekki spes og það var erfitt að eiga samskipti við Rússana, þeir eru ekki mikið að tala ensku. En það hefur allt verið upp á við. Hópurinn okkar er ungur og ég er einn sá elsti og reynslumesti í liðinu."

CSKA Moskva er í riðli með Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu en dregið var í vikunni.

„Þetta er gríðarlegt tækifæri, eitthvað sem maður fær ekki oft á ferlinum. Maður verður bara að njóta og reyna sitt besta."

Ég er klár
Ísland mætir Sviss á laugardaginn, Hörður hefur verið að glíma við meiðsli og íhugaði að gefa ekki kost á sér í verkefnið vegna meiðsla sinna. Verður hann með í komandi leik?

„Við erum það heppnir að vera með mjög gott læknateymi og ég ræddi við það. Þeir skoðuðu þetta vel og nú er ég byrjaður að æfa með liðinu, ég er klár. Ég er spenntur fyrir þessum leik og nú sjáum við hvort ég verði í liðinu," segir Hörður.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner