Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. desember 2018 09:00
Elvar Geir Magnússon
United með Simeone næstan á blaði á eftir Pochettino
Powerade
Tekur Pochettino við Manchester United?
Tekur Pochettino við Manchester United?
Mynd: Getty Images
Tekur Simeone við Manchester United?
Tekur Simeone við Manchester United?
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan miðvikudag. Það er komið að slúðurpakkanum en BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill að Manchester United íhugi sig sem næsta fullráðna stjóra á Old Trafford. United þyrfti þó að borga Tottenham háar fjárhæðir í bætur. (Times)

Pochettino er ekki með riftunarákvæði í fimm ára samningi sínum sem hann undirritaði í maí. United þyrfti því að borga um 40 milljónir punda fyrir að ráða Argentínumanninn. (Daily Mail)

United vill fá Paul Mitchell sem nýjan yfirmann fótboltamála. Mitchell starfaði með Pochettino hjá Southampton og Tottenham áður en hann fór til RB Leipzig. (Star)

Ef United mistekst að fá Pochettino mun félagið reyna við Diego Simeone, stjóra Atletico Madrid. (Times)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba mun fá sekt frá Manchester United eftir að hafa birt mynd á samfélagsmiðlum þar sem hann virðist gleðjast yfir brottrekstri Jose Mourinho. (Daily Mail)

Santiago Solari, stjóri Real Madrid, segist ekki hafa áhyggjur þó Mourinho sé orðaður við starfið hans. (Sky Sports)

90% leikmanna Manchester United voru á móti Mourinho. Þeim sem líkaði við hann töldu að það væri tími til að gera breytingar. (Independent)

Mike Phelan, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson, snýr aftur á Old Trafford og verður aðstoðarmaður Ole Gunnar Solskjær sem ráðinn verður til bráðabirgða. (Telegraph)

Ef Pochettino tekur við United er líklegt að Eddie Howe, stjóri Bournemouth, muni fara til Tottenham. (Daily Mail)

Chelsea mun reyna að skáka Arsenal og Manchester City í baráttunni um Isco (26), sóknarmiðjumann Real Madrid, með því að gera 70 milljóna punda tilboð í spænska landsliðsmanninn. (Sun)

Chelsea vill einnig fá Callum Wilson (26), sóknarmann Bournemouth. Bláliðar þurfa að borga allt að 35 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. (Mirror)

Alvaro Morata (26) myndi ekki hika við að snúa til Ítalíu en skipti frá Chelsea til AC Milan eru í kortunum. (Sun)

Paris St-Germain mun ekki hleypa Adrien Rabiot (23) burt á frjálsri sölu. Frakklandsmeistararnir munu því reyna að selja miðjumanninn í janúar. Liverpool er meðal félaga sem hann hefur verið orðaður við. (L'Equipe)

Crystal Palace vill fá enska sóknarmanninn Dominic Solanke (21) lánaðan frá Liverpool í janúar. (Evening Standard)

Atletico Madrid er ólíklegt til að endurnýja samning við Filipe Luis (33), fyrrum vinstri bakvörð Chelsea. (Marca)

Brasilíski varnarmaðurinn Rafinha (25) gæti farið til Kína þegar samningur hans við Barcelona rennur út í sumar. (Kicker)

Everton vill selja sóknarmanninn Oumar Niasse (28) í janúarglugganum en Cardiff City hefur áhuga á Senegalanum. (Liverpool Echo)

Marcus Bettinelli (26), markvörður Fulham og enska U21-landsliðsins, er á óskalista Southampton. (Daily Mail)

Leeds United, topplið Championship-deildarinnar, gæti reynt að fá enska markvörðinn Karl Darlow (28) frá Newcastle í janúar. (Yorkshire Evening Post)
Athugasemdir
banner
banner