Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. janúar 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert ónotaður varamaður - Byrjar Kristófer í dag?
Kristófer í leik með U21 landsliðinu.
Kristófer í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður í gær þegar AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Albert hefur komið við sögu í 14 af 18 deildarleikjum AZ á þessu tímabili, þar af hefur hann byrjað níu leiki. En í gær var hann allan tímann á bekknum.

Fyrsti leikur dagsins í dag í hollensku úrvalsdeildinni er viðureign Willem II og NAC Breda. Þar gæti Kristófer Ingi Kristinsson byrjað.

Kristófer Ingi spilaði á dögunum æfingaleik með Willem II gegn Dortmund þar sem hann var á skotskónum. Samkvæmt umboðsskrifstofunni Total Football er líklegt að Kristófer byrji í dag sem framherji.

Kristófer er 19 ára en hann kom til Willem II frá Stjörnunni 2016. Kristófer hefur komið við sögu í sjö leikjum á þessu tímabili, en á enn eftir að byrja.

Leikur Willem II og NAC Breda hefst klukkan 11:15.


Athugasemdir
banner
banner