Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 22. maí 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle komið í baráttuna um Mata
Juan Mata kveður Manchester United í sumar
Juan Mata kveður Manchester United í sumar
Mynd: Getty Images
Rafael Benitez, stjóri Newcastle United á Englandi, ætlar að reyna við Juan Mata, leikmann Manchester United í sumar, en það er Sun sem greinir frá.

Mata er 31 árs gamall og verður samningslaus í sumar en United ætlar ekki framlengja samning hans.

Spænski miðjumaðurinn lék með unglinga- og varaliði Real Madrid áður en hann varð lykilmaður hjá Valencia í fjögur ár. Hann fór þaðan til Chelsea árið 2011 þar sem hann vann FA-bikarinn, Evrópudeildina og Meistaradeild Evrópu.

Árið 2014 samdi hann við Manchester United og lék þar mikilvægt hlutverk en það hefur minnkað með árunum. Hann verður eins og áður segir samningslaus í sumar en Barcelona hefur sýnt honum mikinn áhuga.

Samkvæmt The Sun mun Rafael Benitez reyna að lokka hann yfir til Newcastle en ljóst er að það verður erfið barátta. Mata lék fyrir Benitez hjá Chelsea og vonast hann til þess að það spili rullu í ákvörðun Mata.

Newcastle hafnaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig.
Athugasemdir
banner
banner