þri 10. september 2019 12:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mbl.is 
Guðni Bergs: Erfitt að fá harkalega gagnrýni í fjölmiðlum
Icelandair
Erik Hamren og Guðni Bergsson.
Erik Hamren og Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er í viðtali við Víði Sigurðsson á mbl.is þar sem hann ræðir meðal annars um þá gagnrýni sem landsliðið fékk í Þjóðadeildinni.

„Þetta voru skin og skúr­ir en þetta var erfiður tími og þjálf­ar­inn, Erik Hamren, fann mesta hit­ann af því og fékk mikla gagn­rýni. Eft­ir þetta, á þessu ári, eft­ir að við feng­um okk­ar leik­menn aft­ur til baka og í betra leik­formi, og þeir sjálf­ir náðu átt­um og þéttu raðirn­ar, hafa úr­slit­in verið mjög góð," segir Guðni.

„Mér finnst eins og liðið sé á mjög góðum stað núna til að gera at­lögu að því að kom­ast í þriðju úr­slita­keppn­ina á stór­móti í röð."

Guðni segir að Hamren landsliðsþjálfari hafi fengið mestu gagnrýnina en sýnt styrk.

„Hann er með mikla reynslu sem þjálf­ari, bæði hjá fé­lagsliðum og svo hjá sænska landsliðinu þar sem hann náði góðum ár­angri, og það hef­ur ör­ugg­lega hjálpað hon­um mikið á þess­um kafla. Mér fannst hann sýna mik­inn og sterk­an karakt­er, hann tók mest­alla ábyrgðina á sig og fékk alla gagn­rýn­ina, og þannig er það svo sem oft­ast með þjálf­ara, en hann gerði það bara og var ekk­ert að kvarta eða kveina yfir því. Hann hélt sinni ein­beit­ingu á það sem hann trúði á og ég er mjög ánægður með hvernig þeir vinna sam­an, hann, Freyr og allt þjálf­arat­eymið," segir Guðni.

„Ég held að núna séum við að upp­skera sam­kvæmt þessu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig hann fór í gegn­um þetta erfiða tíma­bil. Það var alls ekki auðvelt, menn eru metnaðarfull­ir og það er erfitt fyr­ir hvern sem er að fá harka­lega gagn­rýni í fjöl­miðlum en það fylg­ir þessu starfi."

Með því að smella hér má lesa viðtalið við Guðna í heild sinni.

Í kvöld mætast Albanía og Ísland í undankeppni EM, leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner