Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   þri 10. september 2019 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Haukur Harðar: Þeir eru mjög særðir
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá vellinum í Elbasan.
Frá vellinum í Elbasan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fer ekki illa um fjölmiðlamenn í Tirana í Albaníu fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni EM 2020. Fótbolti.net ræddi við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann á RÚV, í aðdraganda leiksins.

Ísland og Albanía eigast við Elbasan í kvöld klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska liðið að taka þrjú stig úr leiknum.

„Ég fór hérna fyrir tveimur árum og þá vorum við í borg sem heitir Shkodër, hún er öllu frumstæðari. Þá var Ísland að spila við Kosóvó, en það er aðeins öðruvísi að mæta heimaþjóðinni," sagði Haukur í viðtali við Fótbolta.net á keppnisvellinum í gær.

„Það fer vel um okkur í Tirana og það væri skemmtilegt ef þetta væri fyrsti leikurinn á nýja þjóðarleikvanginum, en hann er því miður ekki tilbúinn."

Sjá einnig:
Ísland spilar ekki á nýjum þjóðarleikvangi Albaníu

„Mér skilst að það séu bara 5 þúsund manns að mæta á leikinn þannig að ég veit ekki hvernig stemningin verður. Þetta er alla vega flottara en Laugardalsvöllur."

Leikurinn í kvöld verður erfiðari en leikurinn gegn Moldóvu síðastliðinn laugardag. Þar vann Ísland 3-0, en í kvöld má búast við mikið erfiðari leik.

„Albanía er mjög öflugt lið, þetta er allt annað en Moldóva. Fyrir utan það að þeir eru 110 sætum, eða hvað það er, fyrir ofan Moldóvu á heimslistanum, þá er enginn að spila í albönsku deildinni, en hjá Moldóvu var meira en helmingurinn af leikmannahópnum í deildinni í Moldóvu."

„Þeir eru með sex leikmenn úr Serie A, þeir eru grimmir og baráttuglaðir. Þeir eru mjög særðir bæði eftir tapið í Laugardal og eftir niðurlægingu á Stade de France.

Að lokum var Haukur spurður út í sína spá fyrir leikinn. „Ég held við náum að halda markinu hreinu og jafnvel fara með 2-0 sigur. Það væri náttúrulega draumur. Við verðum að vinna og við munum vinna."
Athugasemdir
banner