Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 11. september 2019 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Van Persie skoraði á Etihad - Carragher skaut á Neville
Robin van Persie og Robbie Keane fagna í kvöld
Robin van Persie og Robbie Keane fagna í kvöld
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli flaug frá Ítalíu til að vera viðstaddur
Mario Balotelli flaug frá Ítalíu til að vera viðstaddur
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero var með
Sergio Aguero var með
Mynd: Getty Images
Goðsagnir Manchester City 2 - 2 Úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar
1-0 Martin Petrov ('2 )
1-1 Robbie Keane ('31 )
1-2 Robin van Persie ('48 )
2-2 Benjani ('90 )

Góðgerðarleikur Vincent Kompany var spilaður í kvöld en hann fór fram á Etihad-leikvanginum í Manchester. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og tóku fjölmargir þekkir leikmenn þátt.

Sergio Aguero og David Silva spiluðu meðal annars með City-liðinu.

Goðsagnar Man City spiluðu gegn úrvalsliði ensku úrvalsdeildarinnar en það byrjaði vel hjá City sem skoraði á 2. mínútu. Gary Neville gerði sig sekan um slæm mistök sem varð til þess að Martin Petrov skaust upp vinstri vænginn og þrumaði knettinum í þaknetið.

Robbie Keane, fyrrum framherji Tottenham og Liverpool, jafnaði metin eftir hálftímaleik og þá var hollenski framherjinn Robin van Persie á ferðinni í byrjun síðari hálfleiks.



Undir lok leiks jafnaði Benjani metin fyrir Man City og lokatölur því 2-2. Vincent Kompany spilaði ekki leikinn vegna nárameiðsla.

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky, spilaði leikinn með Neville í vörninni en Neville skammaði Carragher í varnarleiknum í fyrsta markinu. Carragher var fljótur að bregðast við í viðtali eftir leik.

„Hann á að fylgja manninum. Neville er alltaf að tala um það á Sky Sports!" sagði Carragher.



Lið Man City: Hart, Zabaleta, Toure, Lescott, de Jong, Nasri, Ireland, Silva, Wright-Phillips, Aguero, Petrov

Lið úrvalsdeildarinnar: van der Sar, Neville, Carragher, Carrick, Cole, Arteta, Butt, Scholes, Giggs, Keane, van Persie
Athugasemdir
banner
banner
banner