Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
   fös 11. október 2019 21:58
Arnar Helgi Magnússon
Gylfi Þór: Fengum ekki það sama frá honum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var svekktur eftir 0-1 tap gegn Frökkum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Gylfi spilaði allar níutíu mínúturnar á miðjunni hjá Íslandi.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Jú, þetta er bara gríðarlega svekkjandi. Mér fannst við verjast mjög vel í fyrri hálfleik, auðvitað vorum við lítið með boltann en þeir voru ekki að skapa sér neitt mikið. Þetta opnast eftir að þeir skora úr vítinu," sagði Gylfi Þór.

„Mér fannst dómarinn sýna þeim mjög mikla virðingu. Mér fannst mikið af „soft" brotum detta þeirra megin og svo vorum við kannski ekki að fá það sama frá honum," sagði Gylfi um dómara leiksins.

„Við vorum að verjast það djúpt að það var erfitt að fara að spila boltanum þegar við loksins komumst út úr þessu. Við hefðum átt að nýta skyndisóknirnar aðeins betur."

Staðan í riðlinum er snúin eftir úrslit kvöldsins. Þrátt fyrir það getur allt gerst í riðilinum. Ísland mætir Andorra hér á Laugardalsvelli á mánudag.

„Við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina og það er markmiðið að gera það. Leikurinn gegn Andorra leggst bara vel í mig," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner