Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. desember 2019 18:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barton: Kvennaboltinn verður alltaf 'óæðri' haldist hann óbreyttur
Mynd: Getty Images
Joey Barton, fyrrum miðjumaður Manchester City, Burnley, Newcastle, QPR og fleiri liða og núverandi þjálfari Fleetwood Town, heldur því fram að kvennaknattspyrna verði alltaf óæðri ef breytingar verði ekki gerðar á regluverki kvennaknattspyrnunnar.

Barton er á því að kvennanknattspyrna sé ekki sama íþróttin og karlaknattspyrna.

Hann vill breyta nokkrum hlutum til að bæta gæði kvennaknattspyrnunnar. Barton vill sjá minni velli, minni bolta og minni mörk.

Fyrr á árinu kom þjálfari kvennaliðs Chelsea, Emma Hayes, fram með umdeilda skoðun. Hún vildi minnka mörkin til að vega á móti muninum á líkamlegu atgervi karla og kvenna.

Í hlaðvarpinu Football, Feminism & Everything in Between sagði Barton: „Þetta er önnur íþrótt í rauninni, kvennafótbolti verður að aðlaga sig að kvennmönnum. Stærð markanna og þyngd boltanna verður að breyta."

„Ef við eigum að gera kvennaknattspyrnuna betri, frá áhorfendum séð, verður hún að geta staðið ein á báti á markaðnum. Ef þú ætlar að halda henni á sömu stærð af velli og sú sem karlarnir spila á og sama stærð á boltanum ásamt sömu reglum og eru í karlaboltanum, verður varan sem slík alltaf óæðri - því karlar eru stærri, sterkri og sneggri en konur,"
sagði Barton.

„Verum raunsæ. Stærð boltans: ef við minnkum boltann úr stærð fimm niður í fjögur, mun einhver taka eftir muninum?" Barton vill meina að enginn myndi taka eftir því en knattspyrnan, sem fram færi með minni bolta, yrði betri.

Daily Mail skrifaði upp örlítið meira sem Barton sagði.
Athugasemdir
banner
banner
banner