Vesna Smiljkovic (Keflavík)

Vesna Smiljkovic kantmaður úr Keflavík er leikmaður sjöundu umferðar í Landsbankadeild kvenna. Vesna er annar Serbinn í röð sem fær þessa tilnefningu. Vesna Smiljkovic ásamt samherjum sínum í Keflavík átti góðan dag þegar þær fengu Fjölni í heimsókn og unnu sannfærandi 2-0 sigur. Með sigrinum lyftist Keflavík upp í fimmta sæti deildarinnar.

Vesna Smiljkovic er 25 ára kantmaður og spilar vanalega á vinstri vængnum hjá Keflavík. Hún hefur nú spilað 53 leiki í efstu deild kvenna og skorað í þeim 23 mörk. Vesna er frá Serbíu og kom til Keflavíkur fyrir tímabilið 2005 og hún er því að spila sitt fjórða tímabil á Íslandi.
,,Tilnefningin kemur mér verulega á óvart. Ég hef spilað í Keflavík í 4 ár og oft gengið vel. Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og þetta er mjög skemmtilegt” sagði Vesna aðspurð hvort að tilnefningin kæmi henni á óvart.
Keflavík vann lið Fjölnis 2-0 en síðustu leikir Keflavíkur hafa reynst liðinu mjög erfiðir og fyrir leikinn hafði Keflavík aðeins fengið 1 stig úr síðustu þremur leikjum liðsins. Vesna stóð sig virkilega vel í leiknum og var allt í öllu í liði Keflavíkur og var því valin leikmaður sjöundu umferðar.
,,Leikurinn var mjög erfiður. Þær spila góða vörn sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Það hafði mjög góð áhrif á okkar lið að fá Lilju ( Írisi Gunnarsdóttir) aftur í liðið. sagði Vesna um leikinn sjálfan.
Vesna sagði að það væri mikill léttir að vinna loksins leik en Keflavík hafði ekki unnið leik síðan 23.maí fyrir leikinn gegn Fjölni.
,,Þetta var mikill léttir. Valur er með mjög sterkt lið en leikurinn gegn HK/Víkingi var bara ekki góður hjá okkur. Það hafði sín áhrif á liðið að Lilja var ekki með”
En hefur Vesna einhverjar skýringar á því hvers vegna Keflavíkurliðið missti svona dampinn eftir góða byrjun í mótinu?
Lykilleikmenn voru að meiðast, við erum með lítinn hóp og mjög ungar stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref meðal þeirra bestu. Þetta er allt að spila saman.” sagði Vesna
Vesna hefur eins og áður sagði spilað 4 tímabil í Landsbankadeild kvenna og er þetta hennar fimmta tímabil. En hvað finnst Vesnu um deildina í ár?
,,Hún er að spilast nokkuð eins og ég bjóst við. KR og Valur eru geysisterk en hin liðin virðast getað strítt hvort öðru.” sagði Vesna um deildina.,,Ég held að Valur vinni mótið” bætti Vesna við.
En hvernig eru væntingarnar í herbúðum Keflavíkur til sumarsins?
,,Við ætlum að gera betur í fyrra en verðum samt að vera raunsæjar” sagði Vesna.
Keflavík spilar næst gegn nýliðum Aftureldingar sem hafa komið þónokkuð á óvart í sumar.
Leikurinn leggst bara vel í mig. Þær eru með fínt lið, góða útlendinga í bland við Íslendingar. En við vonumst að sjálfsögðu eftir þremur stigum í þeim leik” sagði Vesna Smiljkovic leikmaður sjöundu umferðar að lokum við Fótbolta.net.
Sjá einnig:
1. umferð: Katrín Jónsdóttir, Valur
2. umferð: Sophia Mundy, Afturelding
3.umferð: Björk Gunnarsdóttir, Stjarnan
4.umferð: Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
5.umferð: Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur
6.umferð: Marina Nesic, HK/Víkingur
Nú verður tveggja vikna pása á Landsbankadeild kvenna vegna þess að íslenska kvennalandsliðið spilar tvo heimaleiki við Slóveníu og Grikkland 21.júní og 26.júní og viljum við að sjálfsögðu hvetja alla unnendur kvennaknattspyrnunnar að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar.
Næsta umferð Landsbankadeildar kvenna verður síðan 1.júlí þegar heil umferð fer fram og munum við á Fótbolti.net að sjálfsögðu fylgjast vel með og að lokum velja leikmann 8.umferðar.
Athugasemdir