Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
   fim 22. júlí 2010 10:02
Hörður Snævar Jónsson
Kári Ársælsson: Förum ekki all-inn og fáum mark í grímuna
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Breiðablik mætir skoska liðinu Motherwell á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld í síðari leik liðanna í Evrópudeildinni. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Motherwell til að komast áfram.

,,Það verður eflaust skemmtileg að spila hérna á morgun (Í dag), við spiluðum úti fyrir 6 þúsund manns og spilum vonandi fyrir 1500 hérna á Kópavogsvellinum. Við þurfum að ná í góð úrslit og munum reyna að gera allt sem við getum til að gera það," sagði Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net.

,,Ég tel okkur eiga ágætis möguleika, 1-0 úti þannig að við þurfum að skora. Það þíðir samt ekkert að fara all-inn til að skora og fá á sig mark í grímuna, þá þurfum við að setja þrjú. Við þurfum að vera agaðir, skipulagðir og þolinmóðir þótt það verði eitthvað að liði komið á leikinn."

,,Það er alveg hrikalega mikilvægt að fá ekki á sig mark, ef það gerist þýðir samt ekkert að leggja árar í bát. Þá er bara að skora þrjú, það er samt útgangspunkturinn að fá ekki á sig mark og það þarf engan kjarneðlisfræðing til að sjá það:"


Nánar er rætt við Kára í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner
banner
banner