Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 14:30
Enski boltinn
„Kom fljótlega í ljós að Steve Bruce veit ekkert hvað hann er að gera"
Steve Bruce stjóri Newcastle.
Steve Bruce stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
„Maður sá það eftir 3-0 tap gegn Brighton í fyrstu umferðinni að þetta yrði langur og erfiður vetur þó að við höfum gert ágætis hluti á leikmannamarkaðinum," sagði Jón Júlíus Karlsson, stuðningsmaður Newcastle, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Newcastle hefur einungis unnið tvo leiki síðan 12. desember og liðið hefur sogast niður í fallbaráttua

„Það kom fljótlega í ljós að Steve Bruce veit ekkert hvað hann er að gera þarna. Hann ætlaði upphaflega að spila sama bolta og Rafa Benítez, varnarsinnaðan bolta með skyndisóknum. Ég get ímyndað mér að leikmönnum hafi ekki fundist æðislegt að spila þetta hjá Rafa Benítez en þá var hann með takmarkaðari leikmannahóp."

„Því miður hrökklaðist Rafa frá þessu og við enduðum með Steve Bruce sem hefur verið meistari meðalmennskunnar alsstaðar þar sem hann hefur verið."

„Það verður reyndar að hrósa Bruce fyrir að ná fljótt í nokkuð mörg stig. Í nóvember voru komin 20 stig en það hefur gengið einstaklega lítið síðan þá. Síðustu tvær mánuðir hafa verið hræðilegir og nú blasir við hörð fallbarátta því Fulham er á skriði. Þetta keppnistímabil mun ráðast á því hvernig við spilum í næstu 5-6 leikjum þegar við mætum lakari liðunum í deildinni."


Jón Júlíus telur að Bruce haldi starfinu áfram en hann er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum. „Hann má þakka fyrir það að það hefur verið áhorfendabann síðustu tvo mánuði því að það væri löngu búið að kasta káli í hann," sagði Jón Júlíus.

Nánar var rætt um Newcastle og fallbaráttuna í þætti dagsins en liðið mætir Fulham í lokaumferðinni, mögulegur úrslitaleikur um fall?

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Everton, Newcastle og vondir stórleikir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner