Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 01. mars 2021 12:32
Elvar Geir Magnússon
Laporta sagður vilja fá Arteta
Joan Laporta, forsetaframbjóðandi hjá Barcelona, er sagður vilja fá Mikel Arteta til að taka við liðinu ef hann vinnur komandi kosningar.

Laporta er talinn sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann er stórhuga fyrir hönd félagsins.

Laporta var forseti Barcelona 2003 - 2010 og gaf Pep Guardiola stóra tækifærið á Nývangi.

Talað er um að Xavi Hernandez, núverandi þjálfari Al Sadd í Katar og fyrrum miðjumaður Börsunga, sé framtíðarstjóri Barcelona en talað er um að hann vilji þó ekki stíga það skref í sumar.

Arteta, sem er stjóri Arsenal, var á sínum tíma í La Masia unglingastarfi Barcelona en hann var í þrjú ár aðstoðarmaður Guardiola hjá Manchester City.

Þá segir Mirror að Laporta sé með samkomulag við umboðsmann Hector Bellerín, bakvarðar Arsenal, um að leikmaðurinn snúi aftur til Barcelona.
Athugasemdir
banner