PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   fös 01. mars 2024 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áhugi Liverpool og Man Utd ekki að trufla De Zerbi
Mynd: EPA

Roberto De Zerbi stjóri Brighton er gríðarlega eftirsóttur en mörg félög verða í leit af nýjum stjóra í sumar.


Breskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool og Manchester United hafi áhuga á að fá ítalska stjórann.

Jurgen Klopp er á förum frá Liverpool í sumar en Xabi Alonso er talinn líklegastur til að taka við af honum en Bayern Munchen vill einnig fá hann.

Þá er Erik ten Hag stjóri Man Utd undir mikilli pressu og De Zerbi er á lista hjá félaginu ef Ten Hag verður látinn taka pokann sinn.

De Zerbi tjáði sig um orðróminn á fréttamannafundi í dag.

„Ég er bara að hugsa um Brighton, ég vil klára þetta tímabil eins vel og hægt er. Ég er með samning og ég einbeiti mér 100% að Brighton," sagði De Zerbi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner