Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fim 01. júní 2023 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Benzema: Af hverju þarf ég að tala um framtíðina?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski framherjinn Karim Benzema hefur tjáð sig í dag í fyrsta sinn síðan fjölmiðlar greindu frá því að hann væri á förum frá Real Madrid í sumar.

Al Ittihad í Sádi-Arabíu bauð Benzema 200 milljónir evra fyrir tveggja ára samning og hafa allir stærstu miðlarnir sagt að hann hafi samþyktt tilboðið.

Greint var frá því að Benzema myndi greina frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í kvöld.

Í dag tók Benzema við goðsagnarverðlaunum spænska miðilsins MARCA en hann hélt þar ræður fyrir framan sal fullan af börnum.

„Ég er stoltur af ferlinum. Ég man þegar ég skrifaði undir hjá Real Madrid, þá var ég eiginlega krakki. Ég vildi bara njóta mín og sjáið hvað ég hef unnið. Það er ekkert félag eins og Real Madrid og á Santiago Bernabeu þar sem allir bestu í sögunni hafa spilað. Það var alltaf draumur minn að spila hér því þetta er besta félagið í sögu fótboltans,“ sagði Benzema.

Benzema talaði um að hann væri einbeittur á leik Real Madrid í lokaumferð La Liga um helgina en fjölmiðlar eru enn á því að hann sé á förum.

„Af hverju þarf ég að tala um framtíðina? Ég er hjá Real Madrid. Það sem er sagt á internetinu er ekki raunveruleikinn. Ég er stoltur af minni vinnu og nýt hvers einasta augnabliks í Madríd.

„Skilaboð til stuðningsmanna? 1,2, 3, Hala Madríd!“
sagði Benzema um framtíðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner