Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 01. júní 2025 20:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ívar Örn: Þeir missa þetta upp í sína eigin vitleysu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vægast sagt súrsæt tilfinning eftir að hafa byrjað þennan leik gjörsamlega ömurlega," sagði Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, eftir jafntefli gegn Stjörnunni í 10. umferð Bestu deildarinnar í dag.

KA liðið var í rúmlega 50 mínútur manni fleira í leiknum eftir að Alex Þór Hauksson fékk að líta beint rautt spjald í lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

„Þeir missa þetta upp í sína eigin vitleysu, þeir ætla að vera agressífir, ég veit það ekki en hann (Alex) fer með sólann upp í mjaðmahæð (á markmanninum) eða hvað sem hann gerir, fyrir mér er það alltaf rautt spjald. Eftir það tökum við mjög augljóslega yfir og búum til margar góðar stöður, vissum að boltinn myndi detta inn ef við værum þolinmóðir, og það gerðist eftir klafs, seinni bolta."

„Svo kemur móment í þessum leik... Elli er vinur minn og allt það, en þetta er bara púra hendi, púra víti og púra rautt. Þeir væru þá tveimur manni færri og við með víti og leikinn jafnan. Þá náttúrulega klárum við þetta alltaf."

„Þetta var aldrei að fara verða fallegt, vissum það alveg, en bara óheppnir að einn bolti hefði ekki dottið inn í viðbót. Svo fannst mér Elli geta keyrt tempóið meira upp, fannst hann spila þetta svolítið upp í hendurnar á þeim, veit ekki hvort hann var með samviskubit yfir að hafa gefið honum rautt spjald eða hvað það var. Það voru litlir hlutir sem pirruðu okkur. Þetta var fín frammistaða enda erum við með gæðin til að koma með svona frammistöðu. En við eigum bara að vinna þennan leik, það er ekki flóknara en það,"
sagði Ívar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner