Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2022 23:31
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: ÍR skoraði átta gegn botnliði KÁ
ÍR vann átta marka sigur á KÁ
ÍR vann átta marka sigur á KÁ
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KÁ 0 - 8 ÍR
0-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('23 , Mark úr víti)
0-2 Margrét Sveinsdóttir ('26 )
0-3 Vera Emilia Mattila ('36 )
0-4 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('45 )
0-5 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('52 )
0-6 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('66 )
0-7 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('74 )
0-8 Vera Emilia Mattila ('88 )

Lovísa Guðrún Einarsdóttir skoraði þrennu í 8-0 sigri ÍR á KÁ í 2. deild kvenna á Ásvöllum í kvöld.

Hún gerði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu áður en Margrét Sveinsdóttir tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar. Vera Emilia Mattila gerði þriðja markið svo á 36. mínútu áður en Lovísa gerði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks.

Sigríður Dröfn Auðunsdóttir gerði tvö mörk á fjórtán mínútum í síðari hálfleik áður en Lovísa fullkomnaði þrennu sína um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hún er markahæst í deildinni með átta mörk.

Vera Emilia gerði svo áttunda og síðasta mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 8-0 fyrir ÍR sem er í 3. sæti með 14 stig en KÁ án stiga á botninum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner