
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason yfirgaf Austurríki í sumar og gekk í raðir AEK í Aþenu. Félagið hefur ellefu sinnum orðið grískur meistari, síðast 1994, en er að jafna sig eftir fjárhagsvandræði.
„Lífið er þægilegt og gott. Þetta fer þokkalega af stað, við erum með einn sigur og eitt jafntefli í deildinni og erum komnir inn í Evrópudeildina. Sjálft liðið fer vel af stað og maður sjálfur er að kynnast aðstæðum og reyna að koma sér inn í byrjunarliðið. Maður leggur hart að sér," segir Arnór.
„Þetta er stórt félag og maður kynntist því um leið og maður lenti í Grikklandi. Það voru krísur þarna en nú er félagið komið aftur á réttan stað."
„Það eru mikil samkeppni. Það eru 2-3 að berjast um sömu stöður. Samkeppnin er á góðu nótunum og maður þarf ekki að vera með leiðindi til að brjóta sér leið inn."
Sjáðu viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar tjáir Arnór sig einnig um komandi landsleik gegn Finnlandi.
Athugasemdir