Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Akademíuþjálfari Grosseto rekinn fyrir pistil gegn Gretu Thunberg
Mynd: Getty Images
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg hefur vakið heimsathygli undanfarna mánuði með baráttu sinni gegn hnattrænni hlýnun af mannavöldum.

Ekki eru allir sammála skilaboðum Gretu og virðist hún fara mjög mikið í taugarnar á stórum hópi fólks. Tommaso Casalini, yfirþjálfari akademíunnar hjá Grosseto á Ítalíu, er einn þeirra.

Casalini var rekinn úr starfi sínu í gær vegna pistils sem hann skrifaði á Facebook. Í pistlinum ræðst hann að Gretu og hugmyndum hennar með óviðeigandi orðbragði.

„Þjálfarinn hagaði sér ekki eftir gildum félagsins með þessari færslu og var þess vegna látinn fara," segir í yfirlýsingu frá Grosseto, sem leikur í D-deildinni.

Casalini segist dauðskammast sín fyrir pistilinn sem hann birti á veraldarvefnum og er búinn að biðjast afsökunar.
Athugasemdir
banner
banner
banner