Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. október 2019 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
Helgi Sigurðsson ráðinn til ÍBV (Staðfest)
Ian Jeffs aðstoðarþjálfari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV en hann var kynntur til sögunnar á fréttamannafundi hjá félaginu nú rétt í þessu. Helgi skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Helgi hefur undanfarin þrjú ár verið þjálfari Fylkis. Hann kom liðinu upp í efstu deild og festi liðið þar í sessi.

Stjórn Fylkis ákvað í lok nýliðins tímabil að skipta um þjálfara en óvíst er hver mun taka við Árbæjarliðinu.

ÍBV endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Portúgalinn Pedro Hipólito var rekinn á miðju tímabili og tók Ian Jeffs við stjórnartaumunum út tímabilið.

Jeffs verður aðstoðarmaður Helga en hann er einnig aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.

Helgi er 45 ára gamall og er hann fyrrum landsliðsmaður. Áður en Helgi tók Fylki var hann aðstoðarþjálfari Víkings R. auk þess sem hann þjálfaði yngri flokka félagsins.

Á fréttamannafundinum talaði Helgi um líkindin sem eru á milli ÍBV í dag og Fylkis þegar hann tók við liðinu. Hann tók einnig fram að hann vill spila mikið á uppöldum leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner