fim 01. október 2020 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
„Benrahma bætti nokkrum milljónum við verðmiðann"
Mynd: Getty Images
Said Benrahma var maður leiksins er Brentford, sem leikur í Championship deildinni, sló úrvalsdeildarlið Fulham úr leik í deildabikarnum.

Benrahma skoraði tvennu í 3-0 sigri Brentford en hann er líklega á leið til Crystal Palace á næstu dögum.

Thomas Frank, stjóri Brentford, var ánægður með sinn mann að leikslokum og sagði hann hafa bætt nokkrum milljónum við verðmiðann með þessari frammistöðu.

„Ég vildi óska þess að geta haldið Said hjá félaginu en í sannleika satt þá veit ég ekki hvað gerist. Ef við fáum nægilega gott tilboð þá verður hann seldur en við munum ekki selja hann með neinum afslætti," sagði Frank.

„Hann er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og bætti nokkrum milljónum við verðmiðann með þessari frammistöðu."

Sigurinn var einkar sætur fyrir Brentford sem hefndi sín eftir að hafa tapað gegn Fulham í umspilinu um sæti í úrvalsdeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner