Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 01. október 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þórhallur Ísak framlengir í Vogum
Mynd: Aðsend Marteinn Ægisson

Þórhallur Ísak Guðmundsson, efnilegur markvörður Þróttar Vogum, er búinn að skrifa undir samning við félagið sem gildir næstu tvö ár.


Hinn 23 ára gamli Þórhallur Ísak lék aðeins þrjá leiki í Lengjudeildinni í sumar en var svo lánaður til ÍH og lék þar sem aðalmarkvörður. 

Þórhallur er uppalinn hjá FH en gekk í raðir Vogamanna til að reyna að vinna sér inn byrjunarliðssæti sem hefur ekki gengið upp.

Hann á í heildina 20 keppnisleiki að baki fyrir Þrótt ef Lengjubikarinn er talinn með.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner