Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 02. febrúar 2023 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuchel var ósammála Boehly varðandi styrkingar á miðsvæðið
Todd Boehly.
Todd Boehly.
Mynd: EPA
Zakaria hefur komið við sögu í sjö leikjum fyrir Chelsea.
Zakaria hefur komið við sögu í sjö leikjum fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Times fjallar um það í dag að Thomas Tuchel, sem látinn var fara sem stjóri Chelsea í september, hefði verið ósammála eigendunum Todd Boehly og Behdad Eghbali sem töldu þurfa styrkingu á miðsvæðið síðasta sumar.

Tuchel vildi ekki fá inn miðjumann en eigendurnir vildu það. Þeir fengu svo Enzo Fernandez til félagsins á Gluggadeginum á metfé.

Tuchel taldi ekki þurfa miðjumann inn síðasta sumar. Hann var sáttur með að hafa Jorginho, Mateo Kovacic, Conor Gallagher og N'Golo Kante. Ruben Loftus-Cheek var ekki nefndur í grein Times en hann er einnig miðjumaður.

Boehly sá fyrir sér að það þyrfti að styrkja miðsvæðið og ræddi við Tuchel. Tuchel vildi miklu frekar fá inn varnarmenn þar sem Andreas Christensn var farinn til Barcelona og Antonio Rudiger til Real Madrid. Og það fékk Tuchel, hann fékk Wesley Fofana frá Leicester og Kalidou Koulibaly frá Napoli.

Ameríski eigandinn ákvað svo að taka einn ákvörðun um að fá inn Denis Zakaria á láni frá Juventus í lok gluggans síðasta sumar. Tuchel hafði ekkert um það að segja og vissi ekki hver hann var þegar hann mætti á æfingasvæðið. Þá var framtíð Tuchel orðin nokkuð ljós og hann fékk sparkið viku seinna.

Boehly fékk svo Andrey Santos frá Brasilíu og Enzo frá Benfica í janúar glugganum og Jorginho fékk að fara til Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner