Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 02. apríl 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Túfa, þjálfari Vals.
Túfa, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmönnum er spáð þriðja sæti í Bestu deildinni en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þjálfari Vals og spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar.

Stóra spurningin, getur Valur barist um Íslandsmeistaratitilinn við Víking og Breiðablik?

„Já við ætlum að reyna það, það er alltaf markmiðið hjá Val. Maður skilur alveg umræðuna. Undanfarin ár höfum við verið nokkuð mörgum stigum frá toppsætinu en markmiðið er klárlega alltaf að keppa um titilinn" segir Túfa.

Valur vann Lengjubikarinn, hvað var Túfa ánægðastur með hjá liðinu á undirbúningstímabilinu?

„Byrjunin á undirbúningstímabilinu var erfið og margir á meiðslalistanum. En við vorum í hverri viku að taka skref fram á við og vinnum svo Lengjubikarinn. Það segir okkur að við séum á réttri leið."

Íslensk lið eru farin að ná betri árangri í Evrópukeppnum og Túfa segir að deildin sé búin að styrkjast mikið á undanförnum árum

„Það er gríðarlega mikill munur á deildinni undanfarin ár ef miðað er við fyrir áratug eða svo. Ég var um tíma í Svíþjóð en fylgdist með, að mæta núna þá er þetta farið að líta út eins og atvinnumannadeild. Deildin í ár verður sterkari í fyrra og liðin eru að bæta í."

Hvernig lýst þér á að mæta Vestra í fyrsta leik?

„Það sem Vestri gerði í fyrra; leikmennirnir, Davíð og Sammi, er bara stórt afrek. Það bara sýnir að þeir séu alltaf að gera rétta hluti. Ég þekki til margra leikmanna sem þeir hafa fengið núna og eru búnir að vera úti í Svíþjóð. Þetta eru leikmenn á efri hillu en undanfarin ár."

Túfa segir að staðan á hópnum hafi verið á uppleið rétt eins og frammistaðan og vonast til þess að hafa alla leikmenn á æfingu daginn fyrir fyrsta leik.

laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner