Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
   mið 02. apríl 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Túfa, þjálfari Vals.
Túfa, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmönnum er spáð þriðja sæti í Bestu deildinni en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þjálfari Vals og spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar.

Stóra spurningin, getur Valur barist um Íslandsmeistaratitilinn við Víking og Breiðablik?

„Já við ætlum að reyna það, það er alltaf markmiðið hjá Val. Maður skilur alveg umræðuna. Undanfarin ár höfum við verið nokkuð mörgum stigum frá toppsætinu en markmiðið er klárlega alltaf að keppa um titilinn" segir Túfa.

Valur vann Lengjubikarinn, hvað var Túfa ánægðastur með hjá liðinu á undirbúningstímabilinu?

„Byrjunin á undirbúningstímabilinu var erfið og margir á meiðslalistanum. En við vorum í hverri viku að taka skref fram á við og vinnum svo Lengjubikarinn. Það segir okkur að við séum á réttri leið."

Íslensk lið eru farin að ná betri árangri í Evrópukeppnum og Túfa segir að deildin sé búin að styrkjast mikið á undanförnum árum

„Það er gríðarlega mikill munur á deildinni undanfarin ár ef miðað er við fyrir áratug eða svo. Ég var um tíma í Svíþjóð en fylgdist með, að mæta núna þá er þetta farið að líta út eins og atvinnumannadeild. Deildin í ár verður sterkari í fyrra og liðin eru að bæta í."

Hvernig lýst þér á að mæta Vestra í fyrsta leik?

„Það sem Vestri gerði í fyrra; leikmennirnir, Davíð og Sammi, er bara stórt afrek. Það bara sýnir að þeir séu alltaf að gera rétta hluti. Ég þekki til margra leikmanna sem þeir hafa fengið núna og eru búnir að vera úti í Svíþjóð. Þetta eru leikmenn á efri hillu en undanfarin ár."

Túfa segir að staðan á hópnum hafi verið á uppleið rétt eins og frammistaðan og vonast til þess að hafa alla leikmenn á æfingu daginn fyrir fyrsta leik.

laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner