Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   mið 02. apríl 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Túfa, þjálfari Vals.
Túfa, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmönnum er spáð þriðja sæti í Bestu deildinni en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þjálfari Vals og spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar.

Stóra spurningin, getur Valur barist um Íslandsmeistaratitilinn við Víking og Breiðablik?

„Já við ætlum að reyna það, það er alltaf markmiðið hjá Val. Maður skilur alveg umræðuna. Undanfarin ár höfum við verið nokkuð mörgum stigum frá toppsætinu en markmiðið er klárlega alltaf að keppa um titilinn" segir Túfa.

Valur vann Lengjubikarinn, hvað var Túfa ánægðastur með hjá liðinu á undirbúningstímabilinu?

„Byrjunin á undirbúningstímabilinu var erfið og margir á meiðslalistanum. En við vorum í hverri viku að taka skref fram á við og vinnum svo Lengjubikarinn. Það segir okkur að við séum á réttri leið."

Íslensk lið eru farin að ná betri árangri í Evrópukeppnum og Túfa segir að deildin sé búin að styrkjast mikið á undanförnum árum

„Það er gríðarlega mikill munur á deildinni undanfarin ár ef miðað er við fyrir áratug eða svo. Ég var um tíma í Svíþjóð en fylgdist með, að mæta núna þá er þetta farið að líta út eins og atvinnumannadeild. Deildin í ár verður sterkari í fyrra og liðin eru að bæta í."

Hvernig lýst þér á að mæta Vestra í fyrsta leik?

„Það sem Vestri gerði í fyrra; leikmennirnir, Davíð og Sammi, er bara stórt afrek. Það bara sýnir að þeir séu alltaf að gera rétta hluti. Ég þekki til margra leikmanna sem þeir hafa fengið núna og eru búnir að vera úti í Svíþjóð. Þetta eru leikmenn á efri hillu en undanfarin ár."

Túfa segir að staðan á hópnum hafi verið á uppleið rétt eins og frammistaðan og vonast til þess að hafa alla leikmenn á æfingu daginn fyrir fyrsta leik.

laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner