Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. maí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Björk velur draumaliðið sitt - „Verða baneitraðir í sumar"
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Anna í landsleik gegn Ítalíu á dögunum.
Anna í landsleik gegn Ítalíu á dögunum.
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir leikur með Le Havre í frönsku deildinni.

Hún er búin að velja liðið sitt í Draumaliðsdeild 50 Skills. Pepsi Max-deild kvenna hefst eftir tvo daga og til að vera með í fyrstu umferð þarf að vera búið að stafesta liðið klukkutíma fyrir leik fyrir klukkan 17:00 á þriðjudag!

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Lið Önnu Bjarkar heitir Spóinn, það er gælunafn hennar þar sem hún er sögð vera með spóalappir.

„Að sjálfsögðu var Sandra mín sú fyrsta til að vera valin í liðið, þetta val segir sig frekar sjálft. Bullandi sjàlfstraust og hún ætlar sér að koma titlinum á Hlíðarenda," segir Anna.

„Ísland hefur sjaldan haft jafn marga spennandi bakverði í deildinni og var erfitt að velja á milli. Ég hef fulla trú á að þessir bakverðir verða baneitraðir í sumar og skila inn fullt af stigum með stoðsendingum og mörkum."

„Það er ekki annað hægt en að hafa drottningu háloftanna hana Örnu Sif með þeim, miðað við byrjunina í Skotlandi kemur hún sjóðheit í Pepsi og verður hættuleg í föstum leikatriðum."

„Miðja mín er solid, augljóst að Agla María er í liðinu en hún var markahæst í fyrra og virðist koma vel stemmd inn í sumarið. Andrea mun stjórna spilinu á miðjunni og leggur upp nokkur mörk."

„Elín Metta, besti framherji deildarinnar, raðar inn mörkum og Bryndís er virkilega efnileg og mun tikka inn stigum fyrir mig,"
segir Anna.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Sjá einnig:
Orri Rafn velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner