Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá yngsti í sögu Chelsea - „Fullkominn fyrir okkar kerfi"
Mynd: BBC/samsett
Reggie Walsh kom inn á sem varamaður í 1-4 útisigri Chelsea gegn Djurgården í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í gærkvöldi.

Miðjumaðurinn, sem verður 17 ára í október, varð sá yngsti í sögu Chelsea til að spila Evrópuleik þegar hann kom inn á í gær og sá þriðji yngsti í sögu félagsins til að koma við sögu í leik með aðallinu, sama í hvaða keppni.

„Ef ég á að vera hreinskilinn hef ég í langan tíma verið spenntur fyrir því að gefa honum fyrsta leikinn sinn þvó hann er svo góður. Hann er mjög ungur en fyrir okkar kerfi og leikstíl er hann fullkominn. Hann þarf auðvitað að þroskast, en við erum mjög ánægðir. Hann er einn af átta leikmönnum úr akademíunni sem hafa fengið sinn fyrsta leik í vetur sem er gott," sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, eftir leikinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner