Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
banner
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 3. maí
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 02.maí 2025 16:30 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 1. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Gróttu er spáð efsta sæti deildarinnar.

Gróttu er spáð efsta sæti.
Gróttu er spáð efsta sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rúnar Páll tók við þjálfun Gróttu í vetur.
Rúnar Páll tók við þjálfun Gróttu í vetur.
Mynd/Grótta
Aziz styrkir Gróttu mikið.
Aziz styrkir Gróttu mikið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grímur Ingi Jakobsson er lykilmaður.
Grímur Ingi Jakobsson er lykilmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Addi Bomba færði sig yfir í Kríu.
Addi Bomba færði sig yfir í Kríu.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristófer Dan kom frá Reyni Sandgerði.
Kristófer Dan kom frá Reyni Sandgerði.
Mynd/Grótta
Björgvin Brimi Andrésson er áhugaverður leikmaður.
Björgvin Brimi Andrésson er áhugaverður leikmaður.
Mynd/Grótta
Nær Grótta að fara upp í fyrstu tilraun?
Nær Grótta að fara upp í fyrstu tilraun?
Mynd/Raggi Óla
Spáin:
1. Grótta, 104 stig
2. KFA, 96 stig
3. Kári, 95 stig
4. Dalvík/Reynir, 77 stig
5. Höttur/Huginn, 76 stig
6. Víkingur Ó., 74 stig
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

1. Grótta
Seltirningar eru komnir aftur í 2. deild eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Síðasta sumar fór svo sannarlega ekki að óskum fyrir Gróttumenn þar sem þeir voru með langslakasta lið Lengjudeildarinnar ásamt Dalvík/Reyni. Þessi tvö lið áttu ekki mikinn möguleika á að halda sér uppi en í lok sumars var Grótta tíu stigum frá öruggu sæti. Grótta var síðast í 2. deild 2018 þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson var þjálfari liðsins. Óskar fór í svakalegt verkefni með liðið sem skilaði því upp um tvær deildir á tveimur árum og fóru þeir upp í Bestu deildina í eitt tímabil. Það komu margir öflugir leikmenn upp úr þessu verkefni og þar bera hæst auðvitað Hákon Rafn Valdimarsson og Orri Steinn Óskarsson, en sá fyrrnefndi tók meiri þátt. Núna hefst nýtt verkefni í 2. deild. Það má búast við töluvert breyttu Gróttuliði í sumar en það hafa orðið nokkuð miklar breytingar í vetur.

Þjálfarinn: Gróttumenn fóru í þjálfaraleit í vetur og fundu þar Rúnar Pál Sigurðsson á markaðnum. Chris Brazell byrjaði síðastliðið sumar sem þjálfari Gróttu en hætti á seinni hluta tímabilsins. Igor Bjarni Kostic tók þá við liðinu og kláraði tímabilið. Rúnar Páll stýrði Fylki síðast en liðið féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili. Rúnar Páll er öflugur þjálfari sem stýrði Stjörnunni frá 2014 til 2021. Á þeim tíma varð Stjarnan bæði Íslands- og bikarmeistari, en núna stígur hann inn í áhugavert starf á Seltjarnarnesi og verður áhugavert að sjá hvernig hann passar inn í það.

Stóra spurningin: Eru þeir með svindlkall?
Marciano Aziz hefur ekki verið ýkja merkilegur með HK síðustu árin en það eru töfrar í hans fótum. Við munum eftir því þegar hann lék með Aftureldingu í Lengjudeildinni 2022 þar sem hann skoraði tíu mörk í tíu leikjum. Núna mætir hann niður í 2. deild og manni líður eins og hann geti verið ákveðinn svindlkall í þessari deild ef hann mætir almennilega til leiks. Frábær fótboltamaður þarna á ferðinni.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Grímur Ingi Jakobsson og Marciano Aziz
Grímur er miðjumaður sem er uppalinn í Gróttu. Hann er góður á boltanum og spilar stóran þátt í uppspilinu hjá Gróttu. Það er mjög mikilvægt fyrir Gróttu að hafa haldið honum eftir að hafa fallið í fyrra.
Aziz spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður og kom seint inn í hópinn hjá Gróttu. Hann skoraði 10 mörk í 10 leikjum fyrir Aftureldingu í Lengjudeildinni 2022 og spilaði seinustu tvö tímabil fyrir HK í efstu deild. Aziz er mjög flinkur á boltanum og mun klárlega spila stóran þátt í sóknarleik Gróttu í sumar. Ef Grímur og Aziz byrja að tengja vel saman geta þeir orðið mjög hættulegt duo í sumar.

Gaman að fylgjast með: Dagur Bjarkason
Dagur er leikmaður fæddur árið 2006 og á að baki tvö tímabil fyrir KV. Hann er uppalinn KR-ingur sem kom til Gróttu núna í vetur. Dagur getur spilað bæði sem hafsent og hægri bakvörður og hann er bæði góður á boltanum og traustur varnarlega. Það verður gaman að fylgjast með Degi spila í Gróttutreyjunni í sumar.

Komnir:
Alexander Arnarsson frá KR
Aron Bjarni Arnórsson frá KR
Benedikt Þór Viðarsson frá Val
Björgvin Brimi Andrésson frá KR
Björgvin Stefánsson frá Þrótti R.
Caden Robert McLagan frá Njarðvík
Daði Már Patrekur Jóhannsson frá Kríu
Dagur Bjarkason frá KR
Daníel Agnar Ásgeirsson frá Vestri
Einar Tómas Sveinbjarnarson frá KV
Halldór Hilmir Thorsteinson frá Fram
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi R.
Kristófer Dan Þórðarson frá Reyni S.
Leonidas Baskas frá Kríu
Marciano Aziz frá HK
Marvin Darri Steinarsson frá Vestra
Viktor Orri Guðmundsson frá KR

Farnir:
Arnar Daníel Aðalsteinsson í Fram
Arnar Þór Helgason í Kríu
Aron Bjarki Jósepsson í KV
Damian Timan til Hollands
Eirik Soleim Brennhaugen til Noregs
Gabríel Hrannar Eyjólfsson til KR
Ísak Daði Ívarsson í ÍR (Var á láni frá Víkingi R.)
Kristján Oddur Kristjánsson í Val
Kristófer Orri Pétursson í KR
Pétur Theódór Árnason í Kríu
Tómas Orri Róbertsson í FH (Var á láni frá Breiðabliki)

Þjálfarinn segir - Rúnar Páll Sigmundsson
„Spáin er skemmtileg eins og alltaf. Við reynum að sjálfsögðu að leggja okkur fram og spila skemmtilegan fótbolta í sumarmog held eg að þetta verði bráðskemmtileg deild með mörgum góðum liðum."

„Sumarið leggst vel í mig. Miklar breytingar á Gróttuliðinu í ári. Búnir að æfa vel í vetur og það er gír í okkur. Skemmtilegir strákar sem leggja hart að sér. Ég ætla svo sannarlega að vona að Gróttu fólk komi og styðji okkur í sumar og hverju okkur til dáða."


Fyrstu þrír leikir Gróttu:
3. maí, Grótta - Höttur/Huginn (N1-völlurinn Hlíðarenda
10. maí, Kormákur/Hvöt - Grótta (Blönduósvöllur)
16. maí, Kári - Grótta (Akraneshöllin)
Athugasemdir