Arne Slot, stjóri Englandsmeistaranna í Liverpool, var spurður út í skilaboð frá frægum einstaklingum sem hann hefði fengið eftir að Liverpool varð meistari síðasta sunnudag.
„Ég geri ráð fyrir að Jurgen (Klopp) fari í þann flokk. Hvað sagði hann? Skilaboðin voru flest á þessa leið: 'Til hamingu, núna veistu hversu sérstakt félag þetta er, núna ert þú orðinn hluti af sögunni'."
Jurgen Klopp var stjóri Liverpool í níu ár áður en Slot tók við. Hann gerði Liverpool að Englandsmeisturum 2020.
„Ég geri ráð fyrir að Jurgen (Klopp) fari í þann flokk. Hvað sagði hann? Skilaboðin voru flest á þessa leið: 'Til hamingu, núna veistu hversu sérstakt félag þetta er, núna ert þú orðinn hluti af sögunni'."
Jurgen Klopp var stjóri Liverpool í níu ár áður en Slot tók við. Hann gerði Liverpool að Englandsmeisturum 2020.
„Hann var mjög glaður fyrir mína hönd, leikmannanna, starfsfólksins, stuðningsmannanna, þannig þekkjum við Jurgen."
„Kannski gleymi ég einhverjum en ég held að Jurgen sé sá frægasti sem sendi mér," sagði Slot á fréttamannafundinum í dag.
Hann gerði liðið að meisturum á sínu fyrsta tímabili en Liverpool hefur verið langbesta liðið í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Næsti leikur Liverpool verður gegn Chelsea á sunnudaginn.
Athugasemdir