
Númi er eldfljótur leikmaður sem getur bæði spilað í bakverði og á kantinum. Hann er uppalinn hjá Haukum og hefur einnig spilað með Breiðabliki, Fjölni og Gróttu ásamt Fylki. Hann var fenginn til Fylkis frá Breiðabliki fyrir tímabilið í fyrra.
Númi á að baki 73 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað þrjú mörk. Hann á þá að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af 18 fyrir U19 landsliðið. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Númi á að baki 73 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað þrjú mörk. Hann á þá að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af 18 fyrir U19 landsliðið. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Arnar Númi Gíslason
Gælunafn: Hef alltaf verið kallaður Númi
Aldur: 20
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Ég spilaði æfingaleik með KÁ árið 2018, en fyrsti keppnisleikur var með Haukum árið 2020
Uppáhalds drykkur: nocco
Uppáhalds matsölustaður: er harður Serrano maður
Uppáhalds tölvuleikur: Call of duty
Áttu hlutabréf eða rafmynt: já, á smá bitcoin
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad
Uppáhalds tónlistarmaður: Húbba Búbba
Uppáhalds hlaðvarp: Doc og Blö verða að fá að deila þessu
Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok, var kominn alltof djúpt inní brainrottið um daginn
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net eða vísir
Fyndnasti Íslendingurinn: Djöfull get ég hlegið af simaötunum hjá Pétri Jóhanni
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Bokun stadfest kl. 14:45 thann 07.05.2025. Arnar Daníel besti barber landsins mættur á klakann þá er eins gott að bóka tímalega
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei, en ef það væri eitthvað lið þá væri það Þróttur
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ilias Akhomach var í ruglinu
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: margir sem koma til greina en sá sem hafi mestu áhrifin á mig er líklegast Luka Kostic
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Júlíus Mar í yngri flokkum sá gat tuðað, topp maður utan vallar engu að síður
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Fernando Torres
Sætasti sigurinn: ætli það hafi ekki verið þegar við unnum Kobbie Mainoo og félaga með u19 sem kom okkur langt með að tryggja okkur sæti á Em
Mestu vonbrigðin: var svekkjandi að falla i fyrra
Uppáhalds lið í enska: grjótharður Poolari
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Höskuldur Gunnlaugsson má endilega koma í Árbæinn
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Guðmar Gauti
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Viktor Karl er ekkert eðlilega huggulegur
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: .
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Leo Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: væri til í að fá eitthvað nýtt twist varðandi innköst
Uppáhalds staður á Íslandi: Ætli það sé ekki bara heima í Hafnarfirði
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: vorum að spila leik á Sauðakróksmótinu í 6. flokki þegar við byrjuðum leikinn einum manni færri. Síðan var Logi Hrafn alveg í spreng og strunsaði af vellinum til þess að fara pissa. Enduðum 3 inna vellinum
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei en reyni að borða það sama á leikdegi
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: hef gaman af úslitakeppninni í körfu
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: kemur ekkert annað til greina en stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: ekkert sem ég man eftir
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: myndi bjóða Danieli Ingvari, Óliver Steinari og Snorra Jóni leikmann Þorláks. Við gætum tuðað endalaust
Bestur/best í klefanum og af hverju: Theodór Ingi fær alla til þess að hlægja
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Theódór og Guðmar nægðu ekki langt í Survivor, væri líka til í að sjá tvíburana Þorkel og Þórodd í Love Island
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: hef aldrei fengið hlaupabólu
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: vissi ekki að Daði Ólafsson væri svona mikill topp náungi
Hverju laugstu síðast: það að ég ætlaði að taka einn leik í viðbót í call of duty
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: langar sendingaræfingar
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Arne Slot hver var lykillinn á titlinum í ár og hverja hann ætlar að sækja fyrir komandi tímabil
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: við lofum engu nema blússandi sóknarfótbolta og nóg af mörkum. Áfram Fylkir
Athugasemdir