Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. júní 2020 10:15
Magnús Már Einarsson
Nik: Vissi að við yrðum númer tíu í öllum spám
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erum við í tíunda sæti? Það kemur þvílíkt á óvart. Nei alls ekki. Um leið og við unnum Inkasso á síðasta ári þá vissi ég að sama hversu vel við myndum standa okkur fram að tímabili þá yrðum við númer tíu í öllum spám," sagði Nik Chamberlain, þjálfari nýliða Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna.

Þrótturum er spáð tíunda og neðsta sæti í spá Fótbolta.net sem hófst í dag.

„Við erum með þunnan, ungan og reynslulítinn hóp í Pepsi Max. Simma (Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir) og Margrét (Sveinsdóttir) eru þær einu sem eiga leiki í þessari deild og það var fyrir fimm eða sex árum. Aðrar eiga þrjú tímabil að baki í meistaraflokks fótbolta. Síðan hef ég aldrei upplifað sem þjálfari eða leikmaður að vera fallbaráttu svo við munum læra af þessu og njóta sama hvað gerist."

Nik segir markmiðið fyrir tímabilið einfalt. „Við viljum fá fleiri stig en síðast þegar Þróttur var í Pepsi Max," sagði Nik en Þróttur féll með níu stig árið 2011.

Lauren Wade skoraði tuttugu mörk í átján leikjum þegar Þróttur vann 1. deildina í fyrra en hún er nú horfin á braut. Í vetur hafa Andrea Magnúsdóttir, Laura Hughes, Mary Alice Vignola, Rósa Pálsdóttir og Stephanie Ri­ber­io komið til Þróttar og Nik er ánægður með hvernig hefur gengið á félagaskiptamarkaðinum.

„Ég myndi segja það, með erlendu leikmennina. Við höfum fundið leikmenn sem hjálpa okkur í þessari stöðu sem við höfum verið í núna í ár. Á síðasta ári var Lauren hjá okkur en þá þurftum við framherja sem myndi skapa og skora mörk sér til gamans. Hún gerði það."

„Í ár þurftum við einhvern sem gæti spilað aðeins meira með bkaið í markið og verið með eiginleika sem hjálpa okkur meira í Pepsi Max. Það er það sama með alla erlendu leikmennina."

„Innanlands hefur verið erfitt að fá leikmenn af ýmsum ástæðum en ég vildi samt bara einbeita mér að stöðum þar sem við þurftum liðsstyrk. Ég vil að leikmennirnir sem hjálpuðu okkur að vinna deildina í fyrra fái stórt hlutverk því að þeir komu okkur þangað. Þeir hafa hæfileika og eru samkeppnishæfir þegar þeir eru heilir heilsu og í góðu formi."


Aðspurður hvort búast megi við frekari liðsstyrk sagði Nik: „Það er hefðbundið klisju svar: Ef rétti leikmaðurinn býðst þá skoðum við það."

Mörg lið hafa styrkt sig vel í deildinni fyrir tímabilið. Hvaða lið býst Nik við að sjá í fallbaráttunni?

„Miðað við styrkingar þá villja KR og Fylkir enda hærra og ég held að Selfoss minnki bilið í tvö efstu liðin. FH og ÍBV hafa náð í marga góða leikmenn en það er erfitt að segja þvi maður hefur ekkert sem hægt erða dæma út frá. Það eru bara nokkrir æfingaleikir búnir og þar eru allir að fá mínútur og komast í gang."

„Ég get ímyndað mér að það taki lið nokkrar umferðir að ná stöðugleika. Það eina sem ég veit er að það verður fallbaráttu og við erum að undirbúa okkur undir hana,"
sagði Nik að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner