Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. júlí 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kalas dýrasti leikmaður í sögu Bristol City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bristol City hefur keypt varnarmanninn Tomas Kalas frá Chelsea. Sagt er að kaupverðið séu 8 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Bristol City.

Þessi 26 ára gamli Tékki var í láni hjá Bristol á síðustu leiktíð og spilaði 41 leik í öllum keppnum.

Hann var hjá Chelsea í níu ár, en lék aðeins fjóra leiki fyrir aðalliðið á tíma sínum þar. Allir fjórir leikir hans komu undir stjórn Jose Mourinho 2013/14.

Hann skrifar undir fjögurra ára samning við Bristol City sem hafnaði í áttunda sæti Championship-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner