Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júlí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Birkir klár í slaginn í kvöld
Lengjudeildin
Mynd úr leiknum gegn Grindavík.
Mynd úr leiknum gegn Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Aðalmarkvörður Þórs, Aron Birkir Stefánsson, fór af velli eftir tæplega hálftíma leik þegar Þórsarar sigruðu Leikni F. í Reyðafjarðarhöllinni síðastliðinn sunnudag.

Auðunn Ingi Valtýsson kom inn í hans stað og varði mark Þórsara síðasta klukkutímann eða svo í leik sem vannst, 2-3.

Aron kom ekki alveg heill heilsu inn í tímabilið 2020 en þrátt fyrir að hafa þurft að yfirgefa völlinn á sunnudag sagði hann við Fótbolta.net í gær að hann væri klár í slaginn í kvöld þegar Þórsarar sækja Þróttara heim í Laugardalinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00.

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, tjáði sig um stöðuna á Aroni í viðtali eftir leik á sunnudag.

„Aron er búinn að vera tæpur í upphafi leiktíðar. Hann spilaði lokaleikinn í fyrra fyrir norðan og lenti í slæmum axlarmeiðslum sem hann hefur verið að glíma við í allan vetur. Í upphafi móts leit ekki út fyrir að hann myndi byrja mótið og gæti misst úr 5-8 umferðir en svo kom ástandið og það hjálpaði okkur í því að hann yrði klár."

„Hann er að verða leikfær en hefur spilað fjóra leiki á nokkrum dögum, var slæmur eftir síðasta leik en eftir að hafa hvílt eftir þann leik treysti hann sér til að spila í dag. Það eru sjálfsagt einhverjar bólgur að trufla hann."

„Við erum með ungan og sprækan 2. flokks markmann sem við leggjum að sjálfsögðu traust á, vissum stöðuna fyrir mót,"
sagði Palli. Viðtalið má sjá og hlusta á hér fyrir neðan.

Markvarðarstaða Þórs og leikurinn umtalalaði, Þór gegn Leikni, var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Boltans á Norðurlandi sem einnig má hlýða á hér fyrir neðan.
Palli Gísla: Þykir ógeðslega vænt um þetta mark
Boltinn á Norðurlandi: Sama uppskrift hjá Þór og Íslandsmeistari kom í heimsókn
Athugasemdir
banner
banner
banner