Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte lætur vel í sér heyra
Conte var að klára sitt fyrsta tímabil með Inter.
Conte var að klára sitt fyrsta tímabil með Inter.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Inter, lét stjórnendur félagsins heyra það eftir 2-0 sigur á Atalanta í gær.

Sigurinn gerði það að verkum að Inter hafnaði í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og að lokum, aðeins einu stigi á eftir Ítalíumeisturum Juventus.

„Þetta lið er með hjarta og stolt, það þráði að sýna að gagnrýnin sem við höfum fengið ætti ekki rétt á sér," sagði Conte, en liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að sýna ekki nægilega mikinn stöðugleika. Hann er ósáttur við það að stjórnendur félagsins hafi ekki gert betur i að verja liðið frá gagnrýni.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil, mjög erfitt. Leikmennirnir fengu ekki hrós fyrir sína vinnu og ég fékk ekki hrós fyrir mína vinnu, og við fengum mjög litla vernd frá félaginu."

„Við verðum að vaxa og bæta okkur á öllum sviðum, líka utan vallar. Stórt félag á að vernda leikmenn sína meira."

„Ég þarf núna að hitta forsetann (Steven Zhang) sem er í Kína."
Athugasemdir
banner
banner
banner