Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Leiðin á Laugardalsvöll - Stórskemmtilegt fyrirbæri
Viktor Örlygur á leið í sinn fimmta bikarúrslitaleik
Hugarburðarbolti GW4 Haaland heldur bara áfram sínu striki
Haukur Heiðar - Bikarúrslit, Deano og Alexander Isak
Innkastið - Rembingur og klaufabárðar
Enski boltinn - Að harka út sigur og getur Liverpool barist um titilinn?
Tveggja Turna Tal - Ólafur Helgi Kristjánsson
Útvarpsþátturinn - Kennslustund á Meistaravöllum
Einn mesti sigurvegari sem hefur spilað í íslenskum fótbolta
Innkastið - Landsliðið og Lengjudeildin
Tveggja Turna Tal - Hákon Sverrisson
Útvarpsþátturinn - Gamla og nýja bandið búa til smelli
Hugarburðarbolti GW3 Er Haaland mennskur?
Enski boltinn - Liverpool fékk betri sköllótta Hollendinginn
Innkastið - Víkingur vann veika Valsmenn og spjót beinast að Túfa
Tveggja Turna Tal - Sigurvin Ólafsson
Útvarpsþátturinn - Þegar einn gluggi lokast opnast annar
Staðan tekin í Bestu deild kvenna nú þegar deildin er skipt
Tveggja Turna Tal - Arnar Grétarsson
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin
banner
   fös 02. ágúst 2024 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Túfa tekur aftur til starfa á Hlíðarenda: Þetta gerðist allt mjög hratt
Srdjan Tufegdzic, alltaf kallaður Túfa.
Srdjan Tufegdzic, alltaf kallaður Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur við Val sem aðalþjálfari.
Tekur við Val sem aðalþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt seint í gærkvöldi að Arnar Grétarsson hefði verið látinn taka pokann sinn hjá Val. Srdjan Tufegdzic, alltaf kallaður Túfa, tekur við og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Haukur Páll Sigurðsson verður aðstoðarmaður Túfa.

Tíðindin komu nokkrum klukkutímum eftir að Valur hafði tapað gegn St. Mirren frá Skotlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Túfa hefur síðustu árin þjálfað Öster og Skövde í B-deild Svíþjóðar. Áður en hann hélt út, þá var hann aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar hjá Val og aðalþjálfari KA og Grindavíkur.

Túfa ræddi við Fótbolta.net í dag um nýja starfið sitt. „Ég er bara góður og mjög spenntur fyrir verkefninu. Ég er mjög þakklátur fyrir tækifærið. Ég er byrjaður að vinna. Ég mætti á Hlíðarenda snemma í dag og byrjaði vinnuna mína," sagði hann.

„Strákarnir eru enn að ferðast frá Skotlandi. Það var ekki möguleiki að hitta þjálfara og leikmenn í dag, en ég er aðeins byrjaður í símanum. Og ég er byrjaður að undirbúa. Þetta gerðist allt mjög hratt. Við verðum að vera með hraðar hendur."

Hann ræddi við Gylfa Þór Sigurðsson í dag en hann fór ekki með til Skotlands í leikinn gegn St. Mirren.

„Ég hitti Gylfa því hann var ekki í Skotlandi. Ég ræddi aðeins við hann. Svo kemur hitt í framhaldinu þegar menn koma heim. Samtalið við Gylfa var frábært. Ég notaði tækifærið því hann var á staðnum. Það vita allir hversu mikilvægur Gylfi er fyrir Val. Það var mjög flott samtal. Ég er að leggja mikla áherslu á samskipti við leikmenn, þjálfara og stjórnarmenn. Það skiptir miklu máli að menn séu að róa í sömu átt af krafti."

Hann segir að aðdragandinn hafi verið stuttur en hann er nýfluttur heim eftir að hafa þjálfað í Svíþjóð síðustu árin.

„Þetta er gríðarlega mikill heiður. Ég hef verið í Val áður og veit hvað félagið snýst um. Það er mikill metnaður, mikið stolt og mikil þekking í félaginu. Ég er mjög þakklátur og stoltur að fá þetta traust og tækifæri að bera aftur Valsmerkið en núna sem aðalþjálfari."

„Þetta var stuttur aðdragandi. Það var á hreinu þegar fyrsta símtal kom að ég var klár að hlusta og ræða við Börk og stjórnina. Þeir vita hvað ég stend fyrir. Ég er búinn að starfa í Val áður. Ég átti tvö góð ár í félaginu. Þetta var mjög stuttur aðdragandi. Ég vil kannski ekki fara í smáatriðin en þegar það var á hreinu að Valur ætlaði að skipta um þjálfara, þá var ekki hægt að segja nei. Ég er var tilbúinn að byrja strax," segir Túfa.

Spjallið má nálgast í spilaranum hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner