„Það er aldrei gott að tapa, en heilt yfir bara áhugaverður leikur, fullt af hlutum sem við getum tekið út úr þessu,'' segir Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnuna eftir 1-2 tap gegn Fylkir í 1. umferð neðri hluta bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Fylkir
„Mér fannst við gera margt vel, við spiluðum vel á fyrsta og öðrum þriðjung, leysum pressuna þeirra nokkuð þæginlega en það vantar hinsvegar mikið upp á við búum nógu mikið til á síðasta þriðjung,''
Stjarnan var miklu betra liðið í fyrri hálfleik og komust einu marki yfir, en töpuðu svo leiknum í seinni hálfleik.
„Fótbolti snýst bara um þessu litlu móment og þær nýta sín móment. Við í rauninni fáum á okkur bæði klaufalegt brot sem gefur aukaspyrnu og mark upp úr því sem er eitthvað sem við eigum að koma í veg fyrir og þær eru ekki að skapa eða búa til mikið meira en þessa tvo sénsa sem þær skora úr,''
Stjarnan á enga möguleika á því að falla úr deildinni og er aðeins að spila fyrir heiðurinn á því að vinna. Jóhannes var spurður út hvernig væri að spila svoleiðis leiki.
„Það er erfiðara að mótívera æfingahópinn inn á æfingum, en þegar er komið í leik þá eru alltaf allir til í að gefa allt í það.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.