Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mán 02. september 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningi Telles við Al-Nassr rift (Staðfest) - Táningur Chelsea orðaður við félagið
Al-Nassr í Sádi-Arabíu hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Alex Telles um riftun á samningi.

Telles er 31 árs brasilískur vinstri bakvörður sem keyptur var frá Manchester United síðasta sumar.

Telles átti ekki að vera í hlutverki í vetur og þar sem ekki má vera með ótakmarkaðan fjölda erlendra leikmanna þá var ákveðið að best væri að rifta samningnum.

Al-Nassr er í dag orðað við Angelo Gabriel sem samningsbundinn er Chelsea. Chelsea keypti hann frá Brasilíu í fyrra á 13 milljónir punda og gæti fengið hærri upphæð fyrir hann ef kaupin ganga eftir.

Gabriel er 19 ára Brasilíumaður sem Chelsea keyptir frá Santos í fyrra. Hann var lánaður til Strasbourg í fyrra og lék 21 leik í frönsku Ligue 1 síðasta vetur.

Í Sádi eru reglurnar þannig að leikmenn sem eru yngri en U21 (fæddir 2003 og síðar) falla í annan flokk en þeir sem eru eldri. Það má vera með átta erlenda leikmenn sem eru eldri en 21 árs og svo tvo til viðbótar sem eru yngri.


Athugasemdir
banner