Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   sun 02. október 2022 18:05
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Þetta var ævintýralegur leikur
Jón Þór Hauksson á hliðarlínunni í dag.
Jón Þór Hauksson á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var ævintýralegur leikur og að ég held stórskemmtilegur á að horfa. Mjög hraður og fullt af marktækifærum. Auðvitað hefðum við getað skorað miklu fleiri mörk í þessum leik en þetta var niðurstaðan og við náðum því ekki þrátt fyrir gullin tækifæri til þess. “ Sagði svekktur þjálfari ÍA Jón Þór Hauksson eftir 3-2 ósigur Skagamanna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Eitthvað var um umdeild atvik í leik dagsins. Keflavík fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og vildu einhverjir sjá dæmda rangstöðu í aðdraganda hennar. Þá vildu Skagamenn fá vítaspyrnu í síðari háfleik þegar þeir töldu brotið á Gísla Laxdal innan teigs. Þar utan misnotuðu Skagamenn nokkur úrvals marktækifæri um þessi atvik sagði Jón Þór.

„Mér fannst við gera nóg til þess að vinna þennan leik. Strákarnir komu sér í margar frábærar stöður og áttum margar góðar sóknir. Fyrir mér er það púra víti þegar Gísli er sparkaður niður inn í vítateig en ég held að þaðan sem ég stóð hafi ekki verið rangstaða þegar Keflavík fékk vítaspyrnu þannig að ég held að það hafi verið hárréttur dómur. En ég hefði viljað víti hérna hinu megin og það er dýrt og enn eitt skiptið í sumar þar sem við töpum leik sem mér finnst við ekki þurfa að tapa og að mörgu leyti spiluðum frábærlega.“

Jón Þór sem hefur verið óhræddur við að breyta til í leikjum og gera þrefaldar og jafnvel fjórfaldar skiptingar í fyrri hálfleik ef því er að skipta gerði enga skiptingu í dag. Þó gerðist það tvívegis að menn voru klárir á hliðarlínunni og komnir úr upphitunargallanum þegar Jóni snerist hugur og hætti við að gera skiptingu.

„Það snerist um að Viktor er að koma til baka úr meiðslum ig við ætluðum ekkert að láta hann spila heilan leik en svo var hann bara að spila það vel og tengja okkar sóknarleik það vel saman. Við fáum tvö frábær færi eftir að við hættum við skiptingarnar og það kemur mikið í gegnum hann það var ástæðan. Þú tekur stundum af skarið og skiptir inn á og stundum sleppir þú því. Það er bara eins og það er og mér fannst engin ástæða til þess að breyta. Orkustigið var fínt enda vorum við að skapa okkur færi allan tímann.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner