Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 02. desember 2021 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man Utd og Arsenal: Ronaldo fremstur
Cristiano Ronaldo er í liði United eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Chelsea
Cristiano Ronaldo er í liði United eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Manchester United og Arsenal eigast við í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann fer fram á Old Trafford og verður þetta síðasti leikur United undir stjórn Michael Carrick.

Cristiano Ronaldo er aftur kominn í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað á bekknum í 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea. Nemanja Matic er ekki í hópnum og dettur út.

Harry Maguire er mættur aftur eftir að hafa tekið út eins leiks bann og kemur í stað Eric Bailly. Diogo Dalot kemur þá inn fyrir Aaron Wan-Bissaka.

Mikel Arteta gerir tvær breytingar á liði Arsenal. Bukayo Saka og Albert Samba Lokongi eru á bekknum. Mohamed El Neny og Gabriel Martinelli koma inn í liðið.

Man Utd: de Gea, Maguire(c), Lindelöf, Diogo Dalot, Telles, McTominay, Bruno Fernandes, Sancho, Fred, Rashford, Cristiano Ronaldo

Arsenal: Ramsdale, White, Nuno Tavares, Gabriel Magalhães, Tomiyasu, Mohamed Elneny, Martinelli Silva, Smith Rowe, Partey, Ødegaard, Aubameyang(c)
Athugasemdir
banner
banner
banner